Þorbjörg Ágústsdóttir
Útlit
Þorbjörg Ágústsdóttir (f. 14. mars 1981) er íslensk skylmingakona og jarðeðlisfræðingur sem keppir fyrir Skylmingafélag Reykjavíkur. Þorbjörg keppir í skylmingum með höggsverði og hefur sjö sinnum orðið Norðurlandameistari kvenna í þeirri grein. Hún er einnig margfaldur Íslandsmeistari í íþrótt sinni og hefur náð góðum árangri á mörgum sterkum skylmingamótum víða um heim.