12. september
Jump to navigation
Jump to search
- „12. september“ getur einnig átt við listamanninn 12. september.
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2022 Allir dagar |
12. september er 255. dagur ársins (256. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 110 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1066 - Innrásarfloti Vilhjálms sigursæla hélt úr höfn í Normandí.
- 1185 - Andronikos 1. Komnenos keisari var pyntaður og tekinn af lífi.
- 1213 - Her Albígensakrossferðarinnar undir stjórn Simon de Montfort vann sigur á her Raymonds 6. af Toulouse og Péturs 2. konungs Aragóníu í orrustunni við Muret.
- 1213 - Jakob 1. varð konungur Aragóníu.
- 1297 - Dinis Portúgalskonungur og Ferdínand 4., konungur Kastilíu, undirrituðu samkomulag sem fastsetti landamæri Portúgals.
- 1445 - Kristófer af Bæjaralandi gekk að eiga Dórótheu af Brandenborg.
- 1484 - Giovanni Battista Cibo tók við embætti páfa sem Innósentíus 8.
- 1528 - Aðmírállinn Andrea Doria vann sigur á Frökkum, áður bandamönnum sínum, og tryggði sjálfstæði Genúa.
- 1609 - Henry Hudson kom að ósum Hudsonfljóts.
- 1654 - Cromwell skipaði svo fyrir að þeir þingmenn sem væru honum andsnúnir á Afgangsþinginu skyldu útilokaðir.
- 1683 - Orrustan um Vínarborg: Sameinuðum her Pólverja, Þjóðverja og Austurríkismanna tókst að aflétta umsátrinu.
- 1745 - Frans 1. var kjörinn keisari hins Heilaga rómverska ríkis með tilstyrk konu sinnar Maríu Teresu af Austurríki.
- 1905 - Ráðhús Kaupmannahafnar var formlega vígt.
- 1909 - Sjúkrasamlag Reykjavíkur var stofnað að frumkvæði Oddfellowreglunnar.
- 1910 - Íþróttasamband Reykjavíkur var stofnað.
- 1940 - Nokkur frönsk ungmenni uppgötvuðu 17.000 ára gömul hellamálverk í Lascaux-hellum.
- 1949 - Mesti mældur hiti á Íslandi í september varð 26 °C á Dalatanga við Mjóafjörð.
- 1962 - David Ben-Gurion, forsætisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1965 - Orlofshúsin í Ölfusborgum voru tekin í notkun.
- 1970 - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Kristnihald undir jökli, leikrit eftir Halldór Laxness. Aðalhlutverkið, Jón prímus, lék Gísli Halldórsson.
- 1974 - Haile Selassie Eþíópíukeisara var steypt af stóli af herforingjaráði sem síðan tók völdin.
- 1975 - Þörungaverksmiðjan á Reykhólum tók til starfa.
- 1977 - Steve Biko lést eftir höfuðáverka sem hann hlaut í gæsluvarðhaldi lögreglu í Suður-Afríku.
- 1977 - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður.
- 1980 - Herforingjastjórn rændi völdum í Tyrklandi.
- 1985 - Íslandsmet var sett í fallhlífarstökki er fallhlífarstökkvarar frá Akureyri stukku úr 21 þúsund feta hæð og voru í frjálsu falli í tvær mínútur áður en fallhlífarnar voru opnaðar.
- 1988 - Fellibylurinn Gilbert tók land á Jamaíka þar sem hann olli miklum skemmdum. 30 manns fórust.
- 1990 - Tveir plús fjórir-samkomulagið: Vestur- og Austur-Þýskaland auk Fjórveldanna undirrituðu samkomulag um sameiningu Þýskalands.
- 1992 - Kanada, Bandaríkin og Mexíkó tilkynntu að samkomulag hefði náðst um Fríverslunarsamning Norður-Ameríku.
- 1996 - Ricardo López sendi Björk Guðmundsdóttur pakka með sýrusprengju og framdi síðan sjálfsmorð. Scotland Yard komst yfir pakkann nokkrum dögum síðar.
- 1998 - Fimmenningarnir frá Miami voru handteknir fyrir njósnir.
- 2001 - Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu einróma að grípa til 5. greinar stofnsáttmálans, sem kveður á um að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll, í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum.
- 2001 - Ástralska flugvélagið Ansett Australia fór í stöðvun.
- 2001 - Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna árásanna 11. september.
- 2005 - Hong Kong Disneyland Resort var opnað í Hong Kong.
- 2006 - Benedikt 16. páfi hélt ræðu í Regensburg þar sem hann vitnaði í Manúel 2. Paleólógos. Tilvitnunin vakti hörð viðbrögð múslima.
- 2008 - Slavonic Channel International hóf útsendingar.
- 2011 - Um hundrað manns létust þegar olíuleiðsla sprakk í Naíróbí.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1494 - Frans 1. Frakkakonungur (d. 1547).
- 1712 - Gísli Magnússon, Hólabiskup (d. 1779).
- 1852 - Herbert Henry Asquith, forsætisráðherra Bretlands (d. 1928).
- 1895 - Freymóður Jóhannsson, íslenskt tónskáld og textahöfundur (d. 1973).
- 1896 - Jóhann Jónsson, íslenskur rithöfundur og skáld (d. 1932).
- 1897 - Irene Joliot-Curie, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1956).
- 1913 - Jesse Owens, bandarískur íþróttamaður (d. 1980).
- 1921 - Stanisław Lem, pólskur rithöfundur (d. 2006).
- 1923 - Kolbrún Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (d. 1971).
- 1932 - Kim Hamilton, bandarisk leikkona (d. 2013).
- 1934 - Jaegwon Kim, bandarískur heimspekingur.
- 1939 - Nobuyuki Oishi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1944 - Barry White, bandarískur söngvari (d. 2003).
- 1944 - Yoshio Kikugawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1951 - Lalli Johns, íslenskur smáglæpamaður.
- 1957 - Hans Zimmer, þýskt kvikmyndatónskáld.
- 1959 - Hisashi Kaneko, japanskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Louis C.K., bandarískur leikari.
- 1973 - Paul Walker, bandarískur leikari (d. 2013).
- 1975 - Þórunn Erna Clausen, íslensk leikkona.
- 1976 - Lauren Stamile, bandarísk leikkona.
- 1985 - Hiroki Mizumoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Emmy Rossum, bandarísk leikkona.
- 1986 - Yuto Nagatomo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Colin Ford, bandarískur leikari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1213 - Pétur 2. konungur Aragóníu féll í orrustu (f. 1174)
- 1263 - Mindaugas, konungur Litháen.
- 1348 - Jóhanna halta, Frakklandsdrottning (f. 1293).
- 1362 - Innósentíus 6. páfi.
- 1369 - Blanka af Lancaster, eiginkona John af Gaunt og móðir Hinriks 4. (f. 1345).
- 1612 - Vasilíj Sjúiskíj, Rússakeisari (f. 1552).
- 1642 - Cinq-Mars markgreifi og hirðmaður Loðvíks 13.
- 1683 - Afonso 4. konungur Portúgals (f. 1643).
- 1733 - François Couperin, franskt tónskáld (f. 1668).
- 1764 - Jean-Philippe Rameau, franskt tónskáld (f. 1683).
- 1819 - Blücher herforingi í her Prússa (f. 1742).
- 1860 - William Walker, bandarískur ævintýramaður (f. 1824).
- 1947 - Thor Jensen, dansk-íslenskur athafnamaður (f. 1863).
- 1948 - Héðinn Valdimarsson, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1892).
- 1981 - Eugenio Montale, ítalskt skáld (f. 1896).
- 2003 - Johnny Cash, bandarískur kántrítónlistarmaður (f. 1932).
- 2004 - Max Abramovitz, bandarískur arkitekt (f. 1908).
- 2005 - Bessi Bjarnason, íslenskur leikari (f. 1930).
- 2006 - Magnús Kjartansson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1949).
- 2009 - Norman Borlaug, bandarískur verkfræðingur (f. 1914).
- 2010 - Claude Chabrol, franskur leikstjóri (f. 1930).