Hosni Mubarak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hosni Mubarak

Muhammad Hosni Said Mubarak (arabíska : محمد حسنى سيد مبارك ) (fæddur 4. maí 1928), almennt þekktur undir nafninu Hosni Mubarak (arabíska: حسنى مبارك ) var fjórði forseti Egyptalands frá 14. október 1981 til 11. febrúar 2011 en hann sagði af sér í kjölfar mikilla mótmæla.

Mubarak var útnefndur varaforseti Egyptalands eftir að hafa klifrað upp metorðastigann í egypska flughernum. Hann tók við forsetastóli af Anwar Sadat eftir að sá síðarnefndi var myrtur af öfgamönnum í kjölfar friðarsamkomulags hans við Ísrael.

Embætti forseta Egyptalands er almennt talin valdamesta staða í Arabaheiminum. Mubarak hélt fast um stjórnartaumana allan feril sinn í embætti en leyfði þó lýðræðislegar kosningar í landinu.