29. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
29. maí er 149. dagur ársins (150. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 216 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 757 - Páll 1. varð páfi.
- 1176 - Friðrik rauðskeggur beið ósigur fyrir Langbarðabandalaginu í orrustunni við Legnano.
- 1259 - Eiríkur klipping varð Danakonungur við lát föður síns.
- 1328 - Filippus af Valois var krýndur Frakkakonungur.
- 1379 - Jóhann 1. varð konungur Kastilíu og León eftir lát föður síns.
- 1453 - Austrómverska ríkið leið undir lok þegar Konstantínópel féll fyrir her Mehmets 2. Tyrkjasoldáns.
- 1652 - Fyrsta stríð Englands og Hollands braust út með sjóorrustu utan við Dover.
- 1677 - Landnemar í Virginíu gerðu friðarsamkomulag við indíánaættbálka svæðisins.
- 1724 - Benedikt 13. (Pierfrancesco Orsini) var kjörinn páfi.
- 1727 - Pétur 2. var krýndur keisari Rússlands.
- 1901 - Konur 25 ára og eldri fengu takmarkaðan kosningarétt í Noregi.
- 1919 - Brasilíumenn urðu Suður-Ameríkumeistarar í knattspyrnu í fyrsta sinn.
- 1935 - Lokið var við byggingu Hoover-stíflunnar.
- 1947 - Flugslysið í Héðinsfirði: Farþegaflugvél frá Flugfélagi Íslands rakst á Hestfjall í Héðinsfirði og fórust allir sem um borð voru, 25 manns.
- 1953 - Edmund Hillary og Tenzing Norgay náðu tindi Everestfjalls fyrstir manna.
- 1971 - Afhjúpaður var minnisvarði um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, konu hans og dótturson á Þingvöllum, en þau fórust þar í eldsvoða árið áður.
- 1975 - Gustáv Husák varð forseti Tékkóslóvakíu.
- 1977 - Hryðjuverkahópurinn Jammu Kashmir Liberation Front var stofnaður í Birmingham á Englandi.
- 1985 - Óeirðir brutust út í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu milli Liverpool F.C. og Juventus á Heysel-leikvangi í Belgíu með þeim afleiðingum að 38 áhorfendur létust og 600 slösuðust.
- 1988 - Leiðtogafundurinn í Moskvu 1988 hófst.
- 1989 - Mótmælendur á Torgi hins himneska friðar í Kína afhjúpuðu 10 metra háa styttu af Gyðju lýðræðisins.
- 1990 - Boris Jeltsín var kjörinn forseti sovéska sambandslýðveldisins Rússlands.
- 1990 - Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu var stofnaður.
- 1993 - Fimm létust og 14 slösuðust þegar nýnasistar lögðu eld að húsi fjölskyldu af tyrkneskum uppruna í Solingen í Þýskalandi.
- 1996 - Likudflokkurinn undir forystu Benjamin Netanyahu vann nauman sigur í þingkosningum í Ísrael.
- 1998 - Ný lög í Svíþjóð gerðu kaup á vændi refsiverð frá 1. janúar 1999.
- 1999 - Charlotte Nilsson sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1999 fyrir Svíþjóð með laginu „Take me to your heaven“. Fulltrúi Íslands, Selma Björnsdóttir, lenti í 2. sæti með laginu „All Out of Luck“.
- 2001 - Íbúar Borgundarhólms samþykktu í atkvæðagreiðslu að sameina öll fimm sveitarfélög eyjarinnar í eitt.
- 2003 - Ludwig Scotty varð forseti Nárú.
- 2008 - Jarðskjálfti varð á Suðurlandi klukkan 15:46. Skjálftinn mælist 6,2 stig á Richter-kvarða og olli töluverðu tjóni, mest á Selfossi.
- 2010 - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi. Mesta athygli vakti árangur Besta flokksins í Reykjavík en hann fékk flest atkvæði allra flokka og 6 borgarfulltrúa kjörna.
- 2010 - Lena Meyer-Landrut sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Þýskaland með laginu „Satellite“.
- 2015 - Fjárkúgunarmálið: Tvær systur voru handteknar í Hafnarfirði vegna tilraunar til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.
- 2019 – 29 drukknuðu þegar ferðamannaferja lenti í árekstri og sökk í Dóná við Búdapest.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1265 - Dante Alighieri, ítalskt skáld (d. 1321).
- 1594 - Gottfried Heinrich greifi af Pappenheim, þýskur herforingi (d. 1632).
- 1630 - Karl 2. Englandskonungur (d. 1685).
- 1830 - Louise Michel, frönsk byltingarkona (d. 1905).
- 1858 - Finnur Jónsson, íslenskur málfræðingur (d. 1934).
- 1874 - G. K. Chesterton, enskur rithöfundur (d. 1936).
- 1880 - Oswald Spengler, þýskur sagnfræðingur (d. 1936).
- 1903 - Bob Hope, bresk-bandarískur leikari (d. 2003).
- 1917 - John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna (d. 1963).
- 1929 - Harry Frankfurt, bandarískur heimspekingur.
- 1937 - Jasper Griffin, breskur fornfræðingur.
- 1938 - Sigríður Geirsdóttir, íslensk leikkona (d. 2020).
- 1940 - Farooq Leghari, forseti Pakistan (d. 2010).
- 1947 - Noritaka Hidaka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Danny Elfman, bandarískur tónlistarmaður.
- 1954 - Margrét Frímannsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1955 - John Hinckley yngri, bandarískur tilræðismaður.
- 1956 - Bjarni Friðriksson, íslenskur júdóglímumaður.
- 1967 - Noel Gallagher, breskur gítarleikari (Oasis).
- 1968 - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Roberto Di Matteo, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 1972 - Laverne Cox, bandarísk leikkona.
- 1973 - Alpay Özalan, tyrkneskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Sólveig Anna Jónsdóttir, íslenskur aðgerðasinni.
- 1976 - Þorgrímur Jónsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1979 - Gísli Pétur Hinriksson, íslenskur leikari.
- 1979 - Arne Friedrich, þýskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Аndrej Aršavin, rússneskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Bjarte Myrhol, norskur handknattleiksmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1259 - Kristófer 1., Danakonungur (f. 1219).
- 1500 - Bartolomeu Dias, portúgalskur landkönnuður (f. 1450).
- 1808 - Lauritz Andreas Thodal, norskur embættismaður (f. um 1718).
- 1814 - Joséphine de Beauharnais, frönsk keisaradrottning (f. 1763).
- 1888 - Gísli Brynjúlfsson, skáld og dósent í íslenskum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla.
- 1892 - Bahá'u'lláh, stofnandi Bahaí-trúarbragðanna (f. 1817).
- 1898 - William Ewart Gladstone, enskur stjórnmálamaður (f. 1809).
- 1901 - Holger Peter Clausen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1831).
- 1958 - Juan Ramón Jiménez, spænskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1881).
- 1979 - Mary Pickford, bandarísk leikkona (f. 1892).
- 1981 - Soong Ching-ling, kínversk stjórnmálakona (f. 1893).
- 1984 - Kim Sung-gan, japanskur knattspyrnumaður (f. 1912).
- 1994 - Erich Honecker, austurþýskur stjórnarherra (f. 1912).
- 1994 - Áskell Löve, íslenskur grasafræðingur (f. 1916).
- 1997 - Jeff Buckley, bandarískur söngvari (f. 1966).
- 1998 - Barry M. Goldwater, bandarískur þingmaður (f. 1909).
- 2010 - Dennis Hopper, bandarískur leikari (f. 1936).
- 2017 - Manuel Noriega, herstjóri Panama (f. 1934).