Mahathir bin Mohamad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mahathir bin Mohamad

Mahathir bin Mohamad (f. 10. júlí 1925) er fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Hann var forsætisráðherra frá 1981 til 2003 og aftur frá 2018 til 2020. Í fyrri stjórnartíð hans tók efnahagslíf landsins miklum breytingum og framleiðsluiðnaður varð meginatvinnuvegur í stað landbúnaðar. Landið nútímavæddist hratt og lífsgæði jukust. Mahathir stjórnaði landinu í anda þjóðarkapítalisma, þar sem hagsmunir þjóðarinnar og stórfyrirtækja eru sagðir fara saman. Á fyrstu stjórnartíð hans fór ríkið út í ýmis risaverkefni eins og byggingu Petronasturnanna sem voru hæsta bygging heims til ársins 2003. Jafnframt var hann gagnrýndur fyrir einræðistilburði gagnvart stjórnarandstöðunni.


Fyrirrennari:
Hussein Onn
Forsætisráðherra Malasíu
(16. júlí 198131. október 2003)
Eftirmaður:
Abdullah Ahmad Badawi
Fyrirrennari:
Najib Razak
Forsætisráðherra Malasíu
(10. maí 20181. mars 2020)
Eftirmaður:
Muhyiddin Yassin


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.