Antígva og Barbúda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Antigua and Barbuda
Fáni Antígva og Barbúda Skjaldamerki Antígva og Barbúda
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Each Endeavouring, All Achieving“
Þjóðsöngur:
Fair Antigua, We Salute Thee
Staðsetning Antígva og Barbúda
Höfuðborg Saint John's
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar þingbundin konungsstjórn
Elísabet 2.
Rodney Williams
Gaston Browne
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
195. sæti
440 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
203. sæti
81.799
186/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
1,579 millj. dala (171. sæti)
18.026 dalir (56. sæti)
VÞL (2011) Dark Green Arrow Up.svg 0.764 (60. sæti)
Gjaldmiðill austurkarabískur dalur (XCD)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .ag
Landsnúmer 1-268

Antígva og Barbúda eru tveggja eyja eyríki á mörkum Karíbahafs og Atlantshafsins. Þær eru hluti af Litlu-Antillaeyjum. Nærliggjandi eyjar eru Guadeloupe í suðri, Montserrat í suðvestri, Sankti Kristófer og Nevis í vestri og Saint-Barthélemy í norðvestri. Eyjarnar tvær eru Antígva og Barbúda en auk þess tilheyra ýmsar smáeyjar landinu, eins og Redonda og Jórvíkureyja. Sumar þessara smáeyja eru í einkaeigu. Langflestir íbúanna búa á Antígva, þar af um 25 þúsund í höfuðborginni Saint John's.

Antígva og Barbúda eru fyrir miðju Hléborðseyja sem eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Karíbar náðu eyjunum af Aravökum um 1100. Þeir dóu út í kjölfar landnáms Evrópumanna á 17. öld vegna sjúkdóma og harðræðis. Bretar stofnuðu þar sykurplantekrur og fluttu inn þræla frá Vestur-Afríku. Þrælahald var lagt af árið 1834. Afkomendur þrælanna eru meira en 90% íbúa eyjanna. Þrír fjórðu eru kristnir, þar af tæp 45% í ensku biskupakirkjunni. Enska er opinbert tungumál en flestir tala hléborðsensku, sem er kreólamál byggt á ensku með tökuorð úr Afríkumálum.

Antígva og Barbúda eru viðkvæmar fyrir náttúruhamförum eins og fellibyljum sem hafa valdið miklu tjóni frá 1995. Skortur á vatnsbólum takmarkar þróun landbúnaðar. Ferðaþjónusta er aðalatvinnugreinin á eyjunum. Hún stendur undir helmingi allra starfa og 60% af vergri landsframleiðslu.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Antígva og Barbúda skiptist í sex sóknir og tvö yfirráðasvæði:

Sóknir á Antígva

Sóknir (á Antígva):

 1. Saint George
 2. Saint John
 3. Saint Mary
 4. Saint Paul
 5. Saint Peter
 6. Saint Philip

Yfirráðasvæði:

 1. Barbúda
 2. Redonda
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Skjaldarmerki

Fáni- Fáninn var hannaður af Reginald Sammuel árið 1966. Sjö geisla gult sólin táknar nýja tímabíl. Rauður táknar blóð þrælana og kraft íbúanna. Blár táknar vonu. Svartur táknar jarðvegi og Afríkumenn. Gult, blár og hvítur, sýna stærstu ferðamannastaðir- sól, sjó og sandur. Lögun V-stafa táknar Victoria.

Skjaldarmerki- Skjaldarmerki var hannað af Gordon Christopher. Táknið þessi táknar allt annað en fáninn.

 • Ananas- frægu svörtu ananasar frá Antígva.
 • Hibiscus- táknið af nattúru ( blómanna ).
 • Gult sól og haföldur- haf, sól og strönd.
 • Sýkurmylla- sýkur framleiðsla ( áður grunnur af hagkerfi Antígvu ).
 • Hnífur með gulum blómum- fyrrum skjaldamerki Antígvu og Leeward Eyjum.
 • Tvö hjartadýr- einni stóru dýr sem eru til á eyjum.

Neðarlega á skjaldamerki er borði með einkunnarorði Antígvu - Each Endeavouring, All Achieving ( Hver og einn reynir, Allir ná ).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Antígva var fyrst numið c.a. 3000 árum f.Kr. Fram að upphafi okkar tímabili, Antígva var buið af Ciboneys, sem voru seinna afneituð af Arawaks, sem aftur á móti voru afneituð af Caribsana ibúa, á 12 öld. Árið 1493 tíl eyjanna komu skípar hans Kristofer Kólumbusar. Á næstu árunum, Lítlir Antílas voru setjast af nýlendustofnanda frá Frakklandi og Spánni, en Antígva og Barbúda voru óbyggð af Evrópuíbúanna.

Árið 1628 Englendingar tóku yfir Barbúda ( á árunum 1685-1870 var í eígu Codrington fjölskyldu ), og árið 1632 Antígvu. Þá komu hingað nýlendustofnendur frá Saint Kitts, undir forystu Edward Warner. Árið 1667 eyjar voru tímabundið hernemið að Frökkum. Englendingar byrjuðu ad planta á eyjunum tóbak, sykureyr og bómull. Í byrjun við framleiðslu af þessum vörum voru að vinna Írlendingar, en þeim var erfitt að aðlagast í tropic loftslag. Þá í staðinn þeirra komu Þrælar frá Afríku. Aborigena íbúar voru aftuguðir. Eftir þrælauppreisn ( Antígva 1728 ), Bretland hætti við þrælahald opinberlega árið 1734, en það breytti í raun og veru engu í ástæðu þrælana, og árið 1736 springdi næsti þrælauppreisn, og 3 uppreisnaleiðtogar voru sakfelldir til dauða á brjótu-hjóli. Svartir íbúar þurftu ennþa að vinna á plöntu framleiðslu, hjá þeirra fyrrveeranda eigenda. Árið 1860 bæði eyjar voru sameinuð undir nýlendastjórnun. Afkomandir þrælana heimtuðu eftir sjálfstæði. Á 3 áratugi XX.öld, springdu kvíðar á meðal verkamanna, sem olli stofnun stéttarfélaga árið 1939, og framfæringu vinnuástæða. Árið 1941 Bnadaríkinn stofnuðu herstöð á Ántígvu. Árið 1943 stofnuð var Verkamannaflokkur Antígvu ( ALP - Antigua Labour Party ), sem eftir seinni heimsstyrjöldinni var ein af mikilvægustu stjórnmálaflokkana í landinu. Á árunum 1958-1962, báðar eyjar tilheyrudu til Sambandsríki Vestur-Indíu. Árið 1967 eyjar, komu með sjálfstæði að hluta, sem landið í tengsli við Bretlands. Árið 1972, vegna kreppu á sykurmarkaði, og líka vegna ferðamanna þróun, var hætt við plöntun sykereyra.

Sjálfstæði Antígva og Barbúda[breyta | breyta frumkóða]

Landið kom með sjálfstæði þann 1.nóvember árið 1981, verða á sama tíma aðili Breska samveldið. Síðasti landstjóri eyjanna var á árunum 1967-1971 og 1976-1981 Vere Bird formadur ALP. Hann var líka valinn yfirmaður stjórnvalda sjálfstæðu landi Antígvu og Barbúdu og hélt þessa stöðu fram að árið 1994. Á þessum tíma hagkerfi eyjanna var veik. Landið þurfti að báratta við vöruskiptahallinn, sem var bundið við endurskipulagningu hagkerfinu frá landbúnaða yfir í ferðamanna. Engu að síður, og líka ásakanir um mikla glæpastarfsemi ( ólöglegt mansal vopnum, peningaþvætti og spilling ), úrskurður flokkurinn hélt meirihlluta á þingi, og næstkomandi forsetisráðherra var sonur hans Vere Bird- hann Lester Bird. Í seinni hálfi 9 áratugi, hagkerfi eyjanna þróaði, í tengsli við þróunnar fjármálageiranum. Árið 1997 landið tók til móts um 3000 íbúanna Montserrat eyju, sem þurfti að flytja í burt vegna eldgosa sprengingu. Á árunum 2004 og 2009 næstu kosningar unnu andstaða flokkurinn- United Progressive Party ( UPP ), og Baldwin Spencer varð forsetisráðherra.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.