Antígva og Barbúda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Antigua and Barbuda
Fáni Antígva og Barbúda Skjaldamerki Antígva og Barbúda
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Each Endeavouring, All Achieving“
Þjóðsöngur:
Fair Antigua, We Salute Thee
Staðsetning Antígva og Barbúda
Höfuðborg Saint John's
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar þingbundin konungsstjórn
Elísabet 2.
Rodney Williams
Gaston Browne
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
195. sæti
440 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
203. sæti
81.799
186/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
1,579 millj. dala (171. sæti)
18.026 dalir (56. sæti)
VÞL (2011) Green Arrow Up.svg 0.764 (60. sæti)
Gjaldmiðill austurkarabískur dalur (XCD)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .ag
Landsnúmer 1-268

Antígva og Barbúda eru tveggja eyja eyríki á mörkum Karíbahafs og Atlantshafsins. Þær eru hluti af Litlu-Antillaeyjum. Nærliggjandi eyjar eru Guadeloupe í suðri, Montserrat í suðvestri, Sankti Kristófer og Nevis í vestri og Saint-Barthélemy í norðvestri. Eyjarnar tvær eru Antígva og Barbúda en auk þess tilheyra ýmsar smáeyjar landinu, eins og Redonda og Jórvíkureyja. Sumar þessara smáeyja eru í einkaeigu. Langflestir íbúanna búa á Antígva, þar af um 25 þúsund í höfuðborginni Saint John's.

Antígva og Barbúda eru fyrir miðju Hléborðseyja sem eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Karíbar náðu eyjunum af Aravökum um 1100. Þeir dóu út í kjölfar landnáms Evrópumanna á 17. öld vegna sjúkdóma og harðræðis. Bretar stofnuðu þar sykurplantekrur og fluttu inn þræla frá Vestur-Afríku. Þrælahald var lagt af árið 1834. Afkomendur þrælanna eru meira en 90% íbúa eyjanna. Þrír fjórðu eru kristnir, þar af tæp 45% í ensku biskupakirkjunni. Enska er opinbert tungumál en flestir tala hléborðsensku, sem er kreólamál byggt á ensku með tökuorð úr Afríkumálum.

Antígva og Barbúda eru viðkvæmar fyrir náttúruhamförum eins og fellibyljum sem hafa valdið miklu tjóni frá 1995. Skortur á vatnsbólum takmarkar þróun landbúnaðar. Ferðaþjónusta er aðalatvinnugreinin á eyjunum. Hún stendur undir helmingi allra starfa og 60% af vergri landsframleiðslu.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Antígva og Barbúda skiptist í sex sóknir og tvö yfirráðasvæði:

Sóknir á Antígva

Sóknir (á Antígva):

  1. Saint George
  2. Saint John
  3. Saint Mary
  4. Saint Paul
  5. Saint Peter
  6. Saint Philip

Yfirráðasvæði:

  1. Barbúda
  2. Redonda
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.