Halla Gunnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Halla Gunnarsdóttir (f. 8. janúar 1981) er íslenskur blaðamaður, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra.[1]

Halla er kennari að mennt og með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu 2003-2009. Hún hefur gefið út bækurnar Leitin að Fjalla-Eyvindi (ljóðabók, 2007), Slæðusviptingar - raddir íranskra kvenna (2008), Guðrún Ögmundsdóttir - hjartað ræður för (viðtalsbók, 2010) og Tvö jarðarber (ljóðabók, 2013). Auk þess hefur hún skrifað fræðigreinar á sviði öryggis- og varnarmála.

Halla var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar í heilbrigðisráðuneytinu meðan hann gegndi því embætti og aftur þegar Ögmundur var dóms- og mannréttindaráðherra og innanríkisráðherra.[2]

Halla bauð sig fram til formanns KSÍ árið 2007,[3] en laut í lægra haldi fyrir Geir Þorsteinssyni.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]