Fara í innihald

BBC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
British Broadcasting Corporation (BBC)
Rekstrarform Ríkisrekið
Stofnað 18. október 1922
Staðsetning Fáni Bretlands Bretland
Lykilpersónur John Reith
Starfsemi Útsending
Starfsfólk 26.000
Vefsíða bbc.co.uk
BBC Television Centre í London.

British Broadcasting Corporation yfirleitt skammstafað sem BBC er stærsta útsendingarfyrirtæki í heimi hvað varðar áhorfendur og tekjur. BBC er ríkisútvarp Bretlands og um 23.000 manns starfa hjá fyrirtækinu.[1] Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Westminster í London. Reksturinn kostar um 4 milljarða breskra punda á ári.[2] Aðaltilgangur fyrirtækisins er útsending í Bretlandi, Ermarsundseyjum og á Mön. BBC er sjálfstandandi ópinbert útsendingarfyrirtæki sem er rekið undir Royal Charter. Meginhluti fjárfestingar BBC kemur frá sjónvarpsgjaldi, sem allir í Bretlandi er eiga sjónvarps- eða útvarpstæki verða að borga. Hvert ár tilgreinir breska ríkisstjórnin þetta gjald, sem er samþykkt í breska þinginu.

Fyrir utan Bretland hefur útvarpsstöðin BBC World Service verið sent út síðan hún var stofnuð undir nafninu „BBC Empire Service“ desember 1932. Hún er send út bæði beint og í öðrum útvarpsstöðum, auk þess er hún send út í sjónvarpi og á netinu. Þó að stöðin notir sömu aðstöður og bresku útvarpsstöðvarnar er hún ekki fjármögnuð eingöngu með sjónvarpsgjaldi heldur beinum styrkjum frá bresku ríkisstjórninni. Þessir styrkir eru aðsklinir sjónvarpsgjaldinu en að undanförnu lagt hefur verið fram að nokkur fjármögnun fyrir World Service ætti að koma frá því. Það er líka sérstakur framkvæmdastjóri hjá stöðinni.

Auk þeirra tekna frá sjónvarpsgjaldi og styrkjum fyrir World Service fær BBC peninga frá verslunarfyrirtækinu sínu BBC Worldwide. Tilgangur fyrirtækisins er að selja sjónvarpsþætti, að gefa út tímarit eins og Radio Times og að gefa út bækur. BBC fær nánari tekjur frá fyrirtækinu BBC Studios and Post Production (áður hét BBC Resources Ltd) sem framleiðir sjónvarpsþætti.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

The BBC Year Book 1931

BBC var stofnað sem einkahlutafélag 18. október 1922 undir nafni British Broadcasting Company Ltd og var heimsins fyrsta ríkisútvarp. Þetta fyrirtæki var stofnað af hópi sex samskiptafyrirtækja: Marconi, Radio Communication Company, Metropolitan-Vickers, General Electric, Western Electric og British Thomson-Houston, til þess að senda út tilraunaútvarpssendinga. Fyrsta sendingin var 14. nóvember sama ár frá stöðinni 2LO í Marconi House í London. British Broadcasting Company Ltd var stofnað af British General Post Office (GPO). Þessu fyrirtæki var lokið 1. janúar 1927 og stofnað var nýtt almannafyrirtæki undir nafni British Broadcasting Corporation og því var gefið Royal Charter.

BBC tekur fram að þeirra markmið er „að upplýsa, mennta og skemmta“[3], og er einkunnarorð sitt „Nation Shall Speak Peace Unto Nation“. Skjaldarmerki með örnum og ljónum var líka tekið í notkun þegar nýja fyrirtækið var stofnað.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Skáletruðu stöðvar eru sendar út á hefðbundinn hátt, hinar eru stafrænar.

 • BBC One – stöð sem útvarpar hefðbundinn gamanleikjum, sjónleikjum, heimildarmyndum, kvikmyndum, íþróttum og barnaþáttum
 • BBC Two – útvarpar grínþáttum og kvikmyndum, heimildarmyndum og bandarískum þáttum
 • BBC Three – fyrir ungmenni: grínþættir og kvikmyndir
 • BBC Four – dramaþættir, heimildarmyndir, tónlist, grínþættir
 • BBC News – fréttastöð
 • BBC Parliament – stjórnmálastöð
 • CBBC Channel – fyrir börn sex ára og eldri
 • Cbeebies – fyrir börn undir sex ára aldri

Útvarp[breyta | breyta frumkóða]

Stafrænt útvarp:

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Financial Times website: Encouraging information sharing. Sótt 5. febrúar 2008.[óvirkur tengill]
 2. Pharr, Susan; Krauss, Ellis (eds.) (1996). Media and Politics in Japan. University of Hawaii Press. bls. p.5. ISBN 0-8248-1761-3.
 3. „BBC website: About the BBC - Purpose and values. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. janúar 2007. Sótt 7. júlí 2006.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.