Senegal
République du Sénégal | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Un Peuple, Un But, Une Foi (franska: Ein þjóð, eitt markmið, ein trú) | |
Þjóðsöngur: Pincez Tous vos Koras, Frappez les Balafons | |
![]() | |
Höfuðborg | Dakar |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Forsætisráðherra |
Macky Sall Aminata Touré |
Sjálfstæði | |
- frá Frakklandi | 20. júní 1959 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
87. sæti 196.712 km² 2,1 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
67. sæti 13.567.338 68/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 26,574 millj. dala (112. sæti) |
- Á mann | 1.057 dalir (155. sæti) |
Gjaldmiðill | CFA-franki (XOF) |
Tímabelti | UTC |
Þjóðarlén | .sn |
Landsnúmer | 221 |
Senegal er land í Vestur-Afríku sem á landamæri að Máritaníu í norðri, Malí í austri og Gíneu og Gíneu-Bissá í suðri. Auk þess skagar Gambía inn í landið úr vestri. Senegal á strönd að Atlantshafi í vestri og um 500km undan strönd þess eru Grænhöfðaeyjar sem heita eftir vestasta odda Senegal, Grænhöfða (Cap-Vert). Loftslag í Senegal er hitabeltisloftslag með tvær árstíðir: þurrkatíma og regntíma.
Á 17. og 18. öld stofnuðu Evrópuveldin nokkra verslunarstaði á strönd Senegal. Árið 1677 lögðu Frakkar eyjuna Gorée undir sig en þar var miðstöð fyrir þrælaverslun. Á 6. áratug 19. aldar hófu Frakkar svo að leggja landið undir sig og Senegal varð hluti af Frönsku Vestur-Afríku. Landið hlaut sjálfstæði árið 1959. Fyrsti forseti landsins var Léopold Senghor sem ríkti til 1980.
Heiti[breyta | breyta frumkóða]
Heiti landsins er dregið frá Senegal-fljóti, sem markar landamæri þess í norðri og austri.
Heiti árinnar er aftur komið úr Wolof Sunuu Gaal, sem merkir "okkar bátur".
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Senegal skiptist í fjórtán héruð sem heita hvert eftir sínum höfuðstað: