Litla-Brekka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Litla-Brekka var torbær við Þormóðsstaðaveg í Grímsstaðaholtinu í og var síðasti torfbærinn í Reykjavík. [1]

Bærinn stóð á horninu milli Suðurgötu og Eggertsgötu þar sem nú er bílastæði við stúdentagarðana. Litla-Brekka var byggð úr grjóti og torfi árið 1918 sem blanda af steinbæ og venjulegum torfbæ, en áður hafði staðið þar samnefndur torfbær frá árinu 1886. Í bænum voru þrjú lítil herbergi og eldhús og lítil viðbygging. Bærinn var um 40-50 fm að stærð. Í bænum bjuggu 8-9 manns þegar mest var. Þakið var úr torfi og vegghleðslur úr torfi og grjóti. Í viðbyggingunni var forstofa, geymsla og kamar. Vatnssalerni var aldrei í Litlu-Brekku. Í fyrstu var ekki rafmagn og vatn sótt í vatnspóst við Þrastargötu. Bærinn var byggður á rústum eldri bæjar. Hann stóð fyrir utan Reykjavík þegar hann var byggður. Ekki var búskapur í Litlu-Brekku nema þar voru hænsni og ræktaðar kartöflur.

Eðvarð Sigurðsson alþingismaður ólst upp í Litlu-Brekku og bjó þar á fullorðinsárum með móður sinni og systur. Simi hans í Litlu-Brekku var hleraður. Eftir að þær létust þá bjó hann einn í Litlu-Brekku fram til ársins 1980. Bærinn var rifinn haustið 1980.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Melkot - Brekkukot - ráðherrabústaður; grein í Morgunblaðinu 1960
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.