Gana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Republic of Ghana
Fáni Gana Skjaldarmerki Gana
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Freedom and Justice
(enska: „Frelsi og réttlæti“)
Þjóðsöngur:
God Bless Our Homeland Ghana
Staðsetning Gana
Höfuðborg Akkra
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Nana Akufo-Addo
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 6. mars 1957 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
81. sæti
238.537 km²
4,61
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
49. sæti
25.758.108
108/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 - Samtals 50 millj. dala (75. sæti)
 - Á mann 1.902,9 dalir (138. sæti)
VÞL (2013) Increase2.svg 0.558 (135. sæti)
Gjaldmiðill cedi
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .gh
Landsnúmer 233

Gana er ríki í Vestur-Afríku með landamæriFílabeinsströndinni, Búrkína Fasó og Tógó og strönd að Gíneuflóa í suðri. Gana var áður bresk nýlenda og hét þá Gullströndin en nafninu var breytt þegar landið fékk sjálfstæði 1957. Nafnið vísar til Ganaveldisins frá miðöldum þótt það hafi raunar aldrei náð yfir núverandi Gana. Orðið merkir „herkonungur“.

Í landinu risu nokkur ríki akana á miðöldum. Landið hóf verslun við Portúgali á 15. öld og varð þekkt sem Gullströndin vegna þess hversu mikið fékkst þar af gulli. Árið 1598 hófu Hollendingar líka verslun við ströndina og síðar önnur Evrópuveldi eins og Svíar og Danir. Þessar þjóðir reistu sér virki á strönd Gana. Árið 1874 hófu Bretar að leggja landið undir sig með hervaldi. Árið 1957 varð landið fyrsta nýlenda Afríku sem lýsti yfir sjálfstæði. Fyrsti forseti landsins var Kwame Nkrumah. Honum var steypt af stóli árið 1966 og við tók tímabil þar sem herforingjastjórnir og borgaralegar stjórnir skiptust á að fara með völd. Árið 1981 varð herforinginn Jerry Rawlings forseti og bannaði stjórnmálaflokka. Fjölflokkalýðræði var aftur tekið upp árið 1992.

Höfuðborg Gana er Akkra og búa þar um 2,2 milljónir manna en í landinu í heild búa tæplega 18 milljónir. Næststærstu borgir eru Kumasi í Ashanti-héraði og Tamale í norðurhlutanum. Um 70% íbúa eru kristnir en 15% eru múslimar. Enska er opinbert mál landsins en þrír fjórðu íbúa tala akanmál auk ensku. Efnahagslíf landsins hefur vaxið hratt undanfarin ár. Gana framleiðir olíu og gas og er auk þess einn af stærstu gull- og demantaútflytjendum heims, og annar stærsti kakóframleiðandi heims. Helstu auðlindir Gana eru gullnámur sem einkum er að finna í miðhlutanum í kringum Kumasi. Voltavatn er stærsta manngerða vatn heims og er uppistöðulón stíflunnar Akosombo í Volta í Gana sem og mikilvæg samgönguleið.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Gana skiptist í sextán héruð sem aftur skiptast í 275 umdæmi.

Kort af Ghana
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.