Snorri Steinn Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Snorri Steinn Guðjónsson

Snorri Steinn Guðjónsson (fæddur 17. október 1981) er íslenskur fyrrum handknattleiksmaður og nú þjálfari Vals í Olísdeild karla.

Snorri Steinn lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna og var markahæstur íslensku leikmannanna á mótinu með 48 mörk.

Snorri steinn vann síðan sín önnur verðlaun með íslenska landsliðinu á stórmóti þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. 0000–2003 Island Valur Reykjavík

2003–2005 Deutschland TV Großwallstadt

2005–2007 Deutschland GWD Minden

2007–2009 Dänemark GOG Svendborg TGI

2009–2010 Deutschland Rhein-Neckar Löwen

2010– 2012 Dänemark AG København

Sem þjálfari Vals vann Snorri Steinn Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.