Frogger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Froggerkeppni í Kanada

Frogger er tölvuleikur sem Konami setti á markað fyrir spilasali árið 1981. Í leiknum stýrir spilamaðurinn froski upp eftir skjánum framhjá hindrunum. Fyrst þarf froskurinn að komast yfir umferðargötu þar sem hann verður að forðast bíla og síðan yfir fljót þar sem hann stekkur á skjaldbökum og trjádrumbum til að komast í höfn efst á skjánum. Leikurinn var mjög vinsæll á sínum tíma og Konami hefur haldið áfram að gefa út framhaldsútgáfur með fleiri borðum og betri grafík, til dæmis þrívíddarútgáfuna Frogger Returns fyrir leikjatölvurnar Wii og PlayStation 3 árið 2009.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.