Þrælahald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Þrælamarkaðurinn eftir Gustave Boulanger (fyrir 1882).

Þrælahald kallast það þegar menn eru meðhöndlaðir, lagalega eða félagslega, sem eign annarra manna. Fyrr á tímum var þrælahald oft löglegt og eignarréttur landeigenda og annarra efnamanna náði ekki einungis til landareigna og húseigna heldur einnig til vinnuafls. Slíkir þrælar áttu ekki rétt á launagreiðslum og voru að öllu leyti háðir ákvörðunum eigenda sinna en þeir gátu þá skipað þeim fyrir verkum og hlutverkum og selt þá eins og hverja aðra eign.

Löglegu þrælahaldi hefur nú verið nánast útrýmt en ólöglegt þrælahald þar sem fólki er haldið nauðugu viljugu við vinnu tíðkast þó enn. Auk þess er stundum talað um að um þrælahald sé að ræða þegar starfsfólk ákveðinna atvinnurekenda fær mjög lág laun og á mjög erfitt með að skipta um vinnu, til dæmis vegna þess að það skuldar atvinnuveitandanum laun, til dæmis vegna ferðakostnaðar, húsnæðis eða jafnvel verkfæranna sem það notar við vinnu sína.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.