Fara í innihald

Sumartími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sumartími er hugtak yfir kerfi sem er ætlað að spara dagsbirtu. Þegar sumartími tekur gildi er klukkan færð fram um eina klukkustund frá opinberum staðartíma og haldið þannig yfir vor- og sumarmánuði. Þegar klukkunni er breytt á þennan veg birtir seinna á morgnana og sólin er á lofti klukkutíma lengur.

Ný-Sjálendingurinn George Vernon Hudson stakk fyrstur manna upp á sumartímanum seint á 19. öld. Í fyrri heimstyrjöld var sumartíma fyrst komið á í Þýskalandi og Austurríki-Ungverjalandi sem leið til að spara orku.

Sumartími er mest notaður í tempraða beltinu og er það vegna hinna miklu breytinga á dagsbirtu á mismunandi árstímum.