Fara í innihald

Kröflueldar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kröflusvæðið.
1984,

Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984. Á þessum tíma var verið að reisa Kröfluvirkjun. Á sama tíma og framkvæmdir voru að hefjast um mitt ár 1975 varð mikil aukning í skjálftavirkni á Kröflusvæðinu sem náði hámarki 20. desember 1975 þegar eldgos hófst við Leirhnjúk. Þetta litla hraungos var upphafið að Kröflueldum þar sem kvika streymdi inn í kvikuhólf undir Kröfluöskjunni. Þegar þrýstingur varð nógu mikill í kvikuhólfinu varð kvikuhlaup þar sem hluti kvikunnar hljóp í sprungureinar sem opnuðust. Þetta gerðist um 24 sinnum næstu níu árin og þar af rann hraun ofanjarðar níu sinnum. Á meðan á þessu stóð varð landris og landsig áberandi með tilheyrandi jarðhræringum bæði í Kröfluöskjunni og í kringum hana.[1][2] Hraunin sem upp komu í þessum gosum heita Leirhnjúkshraun og þekja 33 km².

 • Desember 1975.  
 • 27. apríl 1977.
 • 8.-9. september 1977.
 • Mars 1980.
 • 10.-18.júlí 1980.
 • 18.-23. október 1980.
 • 30. janúar - 4. febrúar 1981.
 • 18. nóvember 1981.
 • 4. -18. september 1984.

(Heimild: Eldgos 1913-2004. Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Bls 10-55)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. Guðbjartur Kristófersson, Jarðfræði. (Reykjavík: Leturprent 2005).
 2. „Krafla - Leirhnjúkur - Gjástykki“ Geymt 13 mars 2016 í Wayback Machine. Nordic Adventure Travel.

Mývatnseldar

 • „Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?“. Vísindavefurinn.
 • „Um Kröfluelda“; grein í Náttúrufræðingnum 1989
 • RUV.is - Kröflueldar, fyrir þá sem þurfa að rifja upp
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.