4. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
4. september er 247. dagur ársins (248. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 118 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 476 - Rómúlus Ágústus, síðasti keisari Vestrómverska ríkisins, var rekinn í útlegð.
- 1261 - Giacomo Pantaléon varð Úrbanus 4. páfi.
- 1342 - Jóhannes Komnenos 3. varð keisari í Trebisond.
- 1539 - Hinrik 8. Englandskonungur samdi um giftingu sína og Önnu af Kleve.
- 1607 - Jarlaflóttinn átti sér stað á Írlandi þegar Hugh O'Neill, jarl af Tyrone, og Rory 'Donnell, greifi af Tyrconnell, flúðu úr haldi Englendinga og komust frá Donegal til Frakklands.
- 1669 - Bærinn Candia (nú Iraklion) á Krít gafst upp fyrir Tyrkjaveldi eftir tuttugu ára umsátur.
- 1781 - Borgin Los Angeles var stofnuð í Kaliforníu.
- 1845 - Jón Sigurðsson, 34 ára skjalavörður, og Ingibjörg Einarsdóttir Johnson, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband.
- 1870 - Síðara franska keisaradæmið leið undir lok.
- 1882 - New York-borg var raflýst fyrst allra borga í heiminum að tilstuðlan uppfinningamannsins Edisons.
- 1943 - Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness kom út og hlaut mjög góðar viðtökur.
- 1949 - Vígð var kirkja á Möðrudal á Fjöllum.
- 1954 - Þverárvirkjun í Steingrímsfirði var vígð.
- 1969 - Björgvin Halldórsson, 18 ára, var kosinn poppstjarna ársins á popphátíð í Laugardalshöll í Reykjavík.
- 1971 - Boeing 747-farþegaþota hrapaði á fjall í Juneau, Alaska. Allir 111 farþegar vélarinnar fórust.
- 1973 - Menntamálaráðherra ákvað að fella brott bókstafinn z úr opinberu íslensku ritmáli.
- 1983 - Sex kafarar gengu neðansjávar yfir Sydneyhöfn, 82,9km á 48 tímum.
- 1984 - Sandínistar unnu kosningarnar í Níkaragva.
- 1984 - Barnaþátturinn Tommi togvagn hóf göngu sína á bresku sjónvarpsstöðinni ITV.
- 1984 - Síðasta hrina Kröfluelda hófst, sú níunda í röðinni og var hún kraftmest og stóð í hálfan mánuð. Í þessari hrinu runnu 24 km² af hrauni.
- 1986 - Baskneski sósíaldemókrataflokkurinn Eusko Alkartasuna var stofnaður.
- 1989 - Mánudagsmótmælin hófust í Leipzig í Þýskalandi. Þau voru upphafið að ferli sem lauk með falli Berlínarmúrsins um mánuði síðar.
- 1990 - X 2000-farþegalestar voru teknar í notkun í Svíþjóð.
- 1994 - Kansai-flugvöllur var opnaður í Ósaka í Japan.
- 1995 - Fjórða heimsráðstefna kvenna var sett í Beijing í Kína.
- 1996 - Skæruliðasveitir FARC í Kólumbíu hófu árás á herstöð í Guaviare. Átökin stóðu í þrjár vikur og kostuðu yfir 130 lífið.
- 1998 - Google var stofnað af Larry Page og Sergey Brin, nemendum við Stanford-háskóla.
- 1998 - Skrunda-1, síðustu sovésku ratsjárstöðinni í Lettlandi var lokað.
- 2001 - Skemmtigarðurinn Tokyo DisneySea var opnaður í Japan.
- 2002 - Íslenska eignarhaldsfélagið Samson ehf var stofnað.
- 2003 - Verslunarmiðstöðin Bull Ring var opnuð í Birmingham á Englandi.
- 2004 - Íslenska eignarhaldsfélagið Samson ehf var stofnað.
- 2004 - Endurgerða víkingaskipið Havhingsten fra Glendalough var sjósett í Hróarskeldu.
- 2007 - Fellibylurinn Felix gekk yfir Puerto Cabezas í Níkaragva og eyðilagði 90% af innviðum borgarinnar.
- 2007 - Norska ríkissjónvarpið hóf útsendingar á þriðju rás sinni, NRK3.
- 2009 - 54 létust í loftárásum NATO á talíbana í Afganistan, þar á meðal tugir almennra borgara.
- 2010 - Jarðskjálfti upp á 7,1 stig reið yfir Christchurch á Nýja-Sjálandi og olli miklu tjóni.
- 2013 - 140. og síðasti þáttur Futurama var sendur út.
- 2016 - Móðir Teresa var gerð að dýrlingi innan kaþólsku kirkjunnar.
- 2019 – Mótmælin í Hong Kong: Carrie Lam, stjórnarformaður Hong Kong, lýsti yfir að umdeilt frumvarp um framsal brotafólks frá Hong Kong til meginlands Kína hefði verið dregið til baka.
- 2020 - Benedikt 16. varð langlífasti páfi sögunnar þegar hann náði 93 ára, 4 mánaða og 16 daga aldri.
- 2020 - Kosóvó og Serbía gerðu samning um að taka upp eðlilegt viðskiptasamband.
- 2020 - Ísrael gerði friðarsamkomulag við Barein og löndin tóku upp stjórnmálasamband.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1241 - Alexander 3. Skotakonungur (d. 1286).
- 1383 - Amadeus 8., hertogi af Savoja (d. 1451).
- 1563 - Wanli keisari í Kína (d. 1620).
- 1596 - Constantijn Huygens, hollenskt skáld (d. 1687).
- 1729 - Júlíana María af Braunschweig-Wolfenbüttel, Danadrottning (d. 1796).
- 1786 - Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari (d. 1856).
- 1824 - Anton Bruckner, austurrískt tónskáld (d. 1896).
- 1896 - Antonin Artaud, franskt leikskáld (d. 1948).
- 1905 - Kjartan Ólafsson, íslenskur rithöfundur (d. 1994).
- 1906 - Max Delbrück, þýskur og bandarískur sameindaerfðafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1981).
- 1917 - Henry Ford II, bandarískur iðnjöfur (d. 1987).
- 1945 - Hörður Torfason, íslenskur trúbadúr.
- 1951 - Björgvin Gíslason, íslenskur tónlistarmaður.
- 1957 - Khandi Alexander, bandarísk leikkona.
- 1958 - Satoshi Tezuka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Elín Hirst, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Anthony David Weiner, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1970 - Richard Speight Jr., bandarískur leikari.
- 1974 - José Luís Peixoto, portúgalskur rithöfundur.
- 1976 - Mugison, íslenskur tónlistarmaður.
- 1981 - Beyoncé Knowles, bandarísk söngkona.
- 1982 - Hildur Guðnadóttir, íslensk tónlistarkona og Óskarsverðlaunahafi.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 422 - Bonifasíus 1. páfi (f. 377).
- 1199 - Jóhanna Sikileyjardrottning, kona Vilhjálms 2. Sikileyjarkonungs og systir Ríkharðs ljónshjarta (f. 1165).
- 1780 - Christian von Proeck, stiftamtmaður á Íslandi og amtmaður í Kaupmannahafnaramti (f. 1718).
- 1888 - Jón Árnason, þjóðsagnasafnari (f. 1819).
- 1906 - Max Delbrück, þýskur og bandarískur sameindaerfðafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1981).
- 1907 - Edvard Grieg, norskt tónskáld (f. 1843).
- 1916 - José Echegaray, spænskt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1832).
- 1938 - Bjarni Runólfsson, bóndi og rafstöðvasmiður í Hólmi í Landbroti (f. 1891).
- 1963 - Robert Schuman, franskur stjórnmálamaður (f. 1886).
- 1965 - Albert Schweitzer, franskur læknir, trúboði og handhafi Nóbelsverðlaunanna (f. 1875).
- 1989 - Ronald Syme, nýsjálenskur fornfræðingur (f. 1903).
- 1993 - Hervé Villechaize, bandarískur leikari (f. 1943).
- 2006 - Steve Irwin, ástralskur dýraverndarsinni og sjónvarpsþáttastjórnandi (f. 1962).
- 2014 - Joan Rivers, bandarísk leikkona (f. 1933).
- 2014 - Gustavo Cerati, argentínskur tónlistarmaður (f. 1959).
- 2020 - Hallfríður Ólafsdóttir, íslenskur flautuleikari (f. 1964).
- 2023 - Guðbergur Bergsson, (f. 1932)