Fara í innihald

Persaflóasamstarfsráðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Persaflóasamstarfsráðsins.

Persaflóasamstarfsráðiðarabísku مجلس التعاون لدول الخليج الفارسی) er alþjóðastofnun sex arabaríkja við Persaflóa. Samstarfið innan stofnunarinnar lýtur aðallega að efnahagslegum þáttum s.s. milliríkjaviðskiptum. Þann 1. janúar 2008 var sameiginlegur markaður aðildarríkjanna opnaður. Áætlað er að þetta muni verða til þess að auka viðskipti landanna á milli.[1][2] Ennfremur stendur til að innan ráðsins verði tekinn upp sjálfstæður gjaldmiðill.[3]

Stofnunin var sett á laggirnar 25. maí 1981 að frumkvæði Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Samningur milli þessara landa sem kvað á um efnahagslega samvinnu þeirra á milli var undirritaður 11. nóvember sama ár í Ríad, höfuðborg Sádí-Arabíu. Ekki eru öll lönd við Persaflóann aðildarríki að ráðinu, Íran og Írak eru útundan auk Jemen sem gerir sér vonir um að fá inngöngu á næstu árum.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „GCC states to launch joint market today“. Arab Times. Sótt 11. febrúar 2008.
  2. „Common market introduces GCC members to new stage“. Kuwait Times. 16. janúar 2008. Sótt 11. febrúar 2008.
  3. Jose Franco (7. febrúar 2008). „Call to hasten move for GCC monetary union“. Khaleej Times. Sótt 11. febrúar 2008.
  4. „Yemen hopeful to join GCC in 2016“. Yemen Times. 19. desember 2006. Sótt 7. apríl 2007.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.