3. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
3. júlí er 184. dagur ársins (185. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 181 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 987 - Húgó Kapet var krýndur Frakkakonungur.
- 1162 - Thomas Becket var vígður erkibiskup af Kantaraborg.
- 1457 - Kristján 1. var krýndur konungur Svíþjóðar í Uppsölum.
- 1608 - Samuel de Champlain stofnaði borgina Quebec í Kanada.
- 1674 - Brennuöld: Böðvar Þorsteinsson og Páll Oddsson voru brenndir á báli á Alþingi.
- 1678 - Eyvindur Jónsson, 48 ára, og Margrét Símonardóttir, 38 ára, bæði frá Ölfusi í Árnessýslu, voru tekin af lífi á Alþingi fyrir hórdóm og útilegu, henni drekkt en hann hálshogginn.
- 1721 - Danski presturinn Hans Egede tók land fyrsta skipti á Grænlandi.
- 1767 - Robert Pitcairn fann Pitcairn-eyju.
- 1767 - Adresseavisen, elsta norska blaðið sem enn er til, kom út í fyrsta sinn.
- 1815 - Barbarístríðunum lauk með vopnahléssamningum.
- 1866 - Austurríska keisaradæmið beið ósigur fyrir Prússum í orrustunni við Königgrätz.
- 1918 - Síðasti soldán Tyrkjaveldis, Mehmed 6., tók við völdum.
- 1921 - Kristján 10. stofnaði Hina íslensku fálkaorðu.
- 1928 - Bifreið fór um Öxnadalsheiði í fyrsta sinn. Ferðin frá Blönduósi til Akureyrar tók 15 klukkustundir.
- 1948 - Marshallaðstoðin barst Íslendingum frá Bandaríkjamönnum, um 39 milljónir dala.
- 1954 - Happdrætti DAS hóf göngu sína og var dregið í fyrsta sinn. Fyrsti vinningur var Chevrolet-bifreið.
- 1970 - Franski herinn sprengdi 914 kílótonna kjarnorkusprengju við baugeyjuna Mururoa.
- 1973 - Vísindamenn tilkynntu formlega um goslok í Vestmannaeyjum.
- 1973 - Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem síðar varð Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hófst í Helsinki í Finnlandi.
- 1981 - Toxteth-uppþotin hófust í Liverpool á Englandi.
- 1982 - Fjárfestingarfélagið Kuben í eigu hljómsveitarinnar ABBA og framleiðandans Stikkan Anderson keypti fyrirtækin Monark og Stiga.
- 1985 - Bandaríska kvikmyndin Aftur til framtíðar var frumsýnd.
- 1985 - Francesco Cossiga var kjörinn forseti Ítalíu.
- 1986 - Farsímakerfi var tekið í notkun á Íslandi með þjónustustöðvar á svæðinu frá Vík í Mýrdal til Vestfjarða.
- 1988 - Stríð Íraks og Írans: Bandaríska herskipið USS Vincennes skaut í misgripum niður farþegaþotu á vegum Iran Air. 290 farþegar fórust.
- 1988 - Fatih Sultan Mehmet-brúin yfir Bospórussund var fullbyggð.
- 1988 - Åmsele-morðin: Hjón og 15 ára sonur þeirra voru myrt af Juha Valjakkala og kærustu hans í Åmsele í Svíþjóð. Eftir mikinn eltingarleik náðust þau í Óðinsvéum í Danmörku sjö dögum síðar.
- 1992 - Norski njósnarinn Arne Treholt var náðaður og honum sleppt lausum.
- 1996 - Boris Jeltsín sigraði aðra umferð forsetakosninga og var endurkjörinn forseti Rússlands.
- 2000 - Stofnunin Transport for London var sett á fót til að hafa yfirumsjón með almenningssamöngum á Stór-Lundúnasvæðinu. Hún tók við af London Transport.
- 2013 - Mohamed Morsi, forseta Egyptalands, var steypt af stóli af Egyptalandsher. Valdaránið leiddi til öldu ofbeldis í landinu.
- 2016 - Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu féll úr keppni í EM2016 eftir 5:2 ósigur gegn Frökkum.
- 2019 – 53 létust í loftárás á Tajoura-flóttamannabúðirnar í Líbíu.
- 2021 - Eftir mikla hitabylgju í Norður-Ameríku sem olli dauða 600 manna, kveiktu eldingar yfir 130 gróðurelda í Vestur-Kanada.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1423 - Loðvík 11. Frakkakonungur (d. 1483).
- 1511 - Giorgio Vasari, ítalskur listmálari, arkitekt og rithöfundur (d. 1574).
- 1642 - Maria de'Medici, Frakklandsdrottning (f. 1575).
- 1808 - Konráð Gíslason, málfræðingur og einn Fjölnismanna (d. 1891).
- 1864 - Axel Olrik, sænskur þjóðfræðingur (d. 1917).
- 1873 - Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, fræðimaður, þýðandi og kennari (d. 1918).
- 1876 - Robert Knud Friedrich Pilger, þýskur grasafræðingur (d. 1953).
- 1883 - Franz Kafka, tékkneskur rithöfundur (d. 1924).
- 1883 - Ásta Kristín Árnadóttir, íslenskur húsamálari (d. 1955).
- 1885 - Þorsteinn Briem, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1949).
- 1927 - Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður.
- 1937 - Tom Stoppard, tékkneskt-breskt leikskáld.
- 1942 - Gunilla Bergström, sænskur rithöfundur.
- 1947 - Dave Barry, bandarískur rithöfundur.
- 1951 - Jean-Claude „Baby Doc“ Duvalier, forseti Haítí (d. 2014).
- 1962 - Tom Cruise, bandarískur leikari.
- 1962 - Thomas Gibson, bandarískur leikari.
- 1964 - Yeardley Smith, bandarísk leikkona (Lisa Simpson).
- 1966 - Theresa Caputo, bandarísk leikkona.
- 1971 - Julian Assange, stofnandi WikiLeaks.
- 1972 - Sigrún Þuríður Geirsdóttir, fyrsta íslenska konan til að synda Ermarsundið og fyrsta konan til að synda Eyjasund.
- 1973 - Ólafur Stefánsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1974 - Corey Reynolds, bandarískur leikari.
- 1975 - Ryan McPartlin, bandarískur leikari.
- 1977 - Fríða Rós Valdimarsdóttir, íslenskur mannfræðingur.
- 1980 - Olivia Munn, bandarísk leikkona.
- 1980 - Gabriel Tigerman, bandarískur leikari.
- 1986 - Ola Toivonen, sænskur knattspyrnumaður
- 1989 - Elle King, bandarísk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1035 - Róbert 1. af Normandí, franskur hertogi (f. 1000).
- 1672 - Francis Willughby, enskur dýrafræðingur (f. 1635).
- 1720 - Christian Müller, danskur amtmaður (f. 1638).
- 1867 - Bogi Thorarensen, íslenskur sýslumaður (f. 1822).
- 1881 - Magnús Eiríksson, íslenskur guðfræðingur (f. 1806).
- 1904 - Theodor Herzl, austurrískur Zionisti (f. 1860).
- 1914 - Joseph Chamberlain, breskur stjórnmálamaður (f. 1836).
- 1918 - Mehmed 5. Tyrkjasoldán (f. 1844).
- 1935 - André Citroën, franskur bílahönnuður (f. 1878).
- 1936 - Kjartan Þorvarðsson, íslenskur knattspyrnumaður og íþróttaforkólfur (f. 1898).
- 1971 - Jim Morrison, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (The Doors) (f. 1943)
- 1995 - Árni Björnsson, íslenskt tónskáld og hljóðfæraleikari (f. 1905)
- 2012 - Andy Griffith, bandarískur leikari (f. 1926).
- 2017 - Paolo Villaggio, ítalskur leikari (f. 1932).