Britney Spears

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Britney Spears
Spears árið 2013
Fædd
Britney Jean Spears

2. desember 1981 (1981-12-02) (42 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • dansari
  • leikari
Ár virk1992–í dag
Maki
  • Jason Allen Alexander
    (g. 2004; sk. 2004)
  • Kevin Federline
    (g. 2004; sk. 2007)
  • Sam Asghari
    (g. 2022; sk. 2023)
Börn2
Foreldrar
ÆttingjarJamie Lynn Spears (systir)
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Áður meðlimur íInnosense
Vefsíða
  • britneyspears.com
  • britney.com
Undirskrift
Britney Spears á tónleikum

Britney Jean Spears (f. 2. desember 1981), almennt kölluð Britney Spears, er bandarísk söngkona, lagahöfundur, dansari, leikkona, höfundur og skemmtikraftur. Hún fæddist í Mississippi og er alin upp í Louisiana og kom fyrst fram í sjónvarpi árið 1992 sem keppandi í The Star Search Program. Seinna meir lék hún svo í The All New Mickey Mouse Club 1993-1994. Árið 1997 skrifaði Britney undir plötusamning við Jive, sem gaf út fyrstu plötuna hennar, ...Baby One More Time árið 1999. Platan náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og hefur selst í yfir 25 milljónum eintaka um allan heim. Velgengni hennar hélt áfram þegar hún gaf út aðra plötuna sína Oops!... I Did It Again árið 2000, sem gerði hana að poppgoði og gerði það að verkum að hún hafði áhrif á komu unglingapoppsins á tíunda áratugnum.

Árið 2001 gaf hún svo út sína þriðju breiðskífu sem bar nafnið Britney. Á svipuðum tíma lék Britney aðalhlutverkið í kvikmyndinni Crossroads. Hún fékk frjálsar hendur á fjórðu plötunni sinni, In the Zone sem kom út 2003, sem gerði hana að einu söngkonunni á tímabili Nielsen Soundscan sem náði fyrstu fjórum plötum sínum í efsta sæti. Fimmta platan hennar, Blackout kom út árið 2007. Sú sjötta í röðinni, Circus kom út árið 2008 og náði einnig fyrsta sæti á Billboard 200 með aðalsmáskífunni, „Womanizer“ sem er fyrsta lag Spears í yfir tíu ár til að ná fyrsta sæti á Billboard Hot 100 listanum. Seinni hluta árs 2009 gaf hún út Smáskífusafnið (e. Singles Collection) sem innihélt m.a. þriðja smellinn hennar „3“.

Britney hefur selt yfir 83 milljónir platna á heimsvísu (árið 2007). Þann 11. desember 2009 útnefndi tímaritið Billboard Britney næst-söluhæstu manneskjuna á árunum 2000–2009, sem er byggt á sölu platna en líka bestu framkomuna, velgengni á listum og tónleikaferðalögum. Hún er áttundi söluhæsti tónlistarmaður Bandaríkjanna eftir að hafa selt yfir 32 milljóinir eintaka af plötum sínum þar og er hún í fimmta sæti yfir söluhæstu söngkonur áratugarins þar í landi. Forbes tímaritið hefur útnefnt hana í þrettánda sæti yfir áhrifamestu stjörnurnar og halaði hún inn alls 35 milljónum dollara árið 2009.

Líf og ferill[breyta | breyta frumkóða]

1981–1998: Æska og byrjun ferils[breyta | breyta frumkóða]

Britney Spars fæddist í McComb, Mississippi og er alin upp í Kentwood, Louisiana sem baptisti. Foreldrar hennar eru Lynne Irene (áður Bridges), fyrrum grunnskólakennari, og Jamie Parnell Spears, fyrrum byggingaverktaki og kokkur. Britney er af enskum ættum, en amma hennar fæddist í London. Spears á tvö systkini, Bryan og Jamie Lynn. Bryan Spears er giftur umboðsmanni Jamie Lynn, Graciellu Rivera.

Britney var góð í fimleikum og æfði íþróttina þar til hún var níu ára og keppti í fylkiskeppnum. Hún kom fram í danshópum og söng í kirkjukórnum. Hún hóf göngu í New York City's Professional Performing Arts School þegar hún var átta ára. Foreldrar hennar skildu árið 2002.

Átta ára að aldri, fór Britney í prufur fyrir Mikka Músar klúbbinn sem sýndur var á Disney stöðinni. Þrátt fyrir að vera talin of ung til að taka þátt, kynnti framleiðandi þáttarins hana fyrir umboðsmanni í New York. Britney eyddi þremur sumrum í NYC's Professional Performing Arts School og lék einnig í nokkrum leikritum byggðum á Broadway-leikritum. Árið 1992 náði hún sæti í vinsæla sjónvarpsþættinum Stjörnuleit (e. Star Search). Hún vann fyrstu umferð keppninnar en tapaði að lokum. 11 ára sneri hún aftur til Disney stöðvarinnar til að fá inn í Nýja Mikka Músar klúbbinn í Lakeland á Flórída. Hún var í þáttunum árin 1993–2004 þangað til hún var 13 ára. Eftir að þátturinn hætti sneri Britney aftur til Kentwood og gekk í skóla í eitt ár.

1997 gekk Britney til liðs við stelpu poppgrúppuna Innosence. Seinna þetta sama ár tók hún upp demó og fékk samning hjá Jive plötufyrirtækinu. Hún byrjaði að fara í tónleikaferðir um Bandaríkin styrktum af bandarískum unglingablöðum og að lokum varð hún opnunaratriði fyrir 'N Sync og Backstreet Boys.

1998–2000: ...Baby One More Time og Ooops!... I Did It Again[breyta | breyta frumkóða]

Britney gaf út fyrstu smáskífuna sína, „...Baby One More Time“, í október 1998 sem náði fyrsta sæti á Billboard Hot 100 listanum í janúar 1999 og var á toppi listans í tvær vikur. Skífan fór strax í efsta sæti breska listans og seldist í yfir 460.000 eintökum, met fyrir konu á þessum tíma og varð með mest seldu smáskífum ársins 1999 og 25. sæti yfir vinsælustu lög Bretlands frá upphafi en hún seldist í alls 1,45 milljónum eintaka.

Sjálfræðisdeila Spears[breyta | breyta frumkóða]

Britney Spears var vistuð á geðdeild árið 2007 vegna geðrænna vandamála. Hún var svipt forræði yfir tveimur börnum sínum ári síðar og var jafnframt svipt sjálfræði sínu. Faðir hennar, Jamie Spears, var skipaður lögráðamaður hennar tímabundið en árið 2019 fór Britney Spears fram á að hann gegndi því hlutverki ekki lengur. Eftir að Spears höfðaði mál gegn föður sínum var sjálfstæðum sjóði, Bessemer Trust, fólgin stjórn yfir fjármálum hennar ásamt Jamie Spears í febrúar 2021.[1]

Í júní sama ár bar Britney föður sinn þungum sökum fyrir dómstóli í Los Angeles og sagði hann meðal annars hafa notfært sér hana fjárhagslega og bannað henni að gifta sig eða eignast börn með því að neyða hana til að hafa lykkju í legi sínu.[2] Þann 30. júní hafnaði dómstóllinn kröfu Spears um að losna undan forræði föður síns.[3] Vitnisburður hennar vakti mikla athygli og leiddi meðal annars til þess að Bessemer Trust óskaði þess að losna undan skuldbindingum sínum við Spears og að lögfræðingur hennar sagði sig frá máli hennar.[4]

Faðir Spears skilaði inn nauðsynlegum skjölum til að láta af forræði yfir dóttur sinni í september 2021.[5] Spears hlaut fullt sjálfræði að nýju eftir dómsúrskurð þann 12. nóvember 2021.[6]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • ...Baby One More Time (1999)
  • Oops!... I Did It Again (2000)
  • Britney (2001)
  • In the Zone (2003)
  • Blackout (2007)
  • Circus (2008)
  • Femme Fatale (2011)
  • Britney Jean (2013)
  • Glory (2016)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ingunn Lára Kristjánsdóttir (18. febrúar 2021). „Lítill sigur fyrir Britney“. Fréttablaðið. Sótt 21. júlí 2021.
  2. Ólöf Ragnarsdóttir (23. júní 2021). „Britney Spears rýfur þögnina: „Ég er ekki hamingjusöm". RÚV. Sótt 21. júlí 2021.
  3. Arnar Björnsson (30. júní 2021). „Britney tapar“. RÚV. Sótt 21. júlí 2021.
  4. Tinna Eiríksdóttir (14. júlí 2021). „Fær að ráða eigin lögfræðing og vill kæra föður sinn“. RÚV. Sótt 21. júlí 2021.
  5. Elma Rut Valtýsdóttir (8. september 2021). „Brit­n­ey einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns“. Vísir. Sótt 13. september 2021.
  6. Samúel Karl Ólason (12. nóvember 2021). „Britney loks orðin frjáls“. Vísir. Sótt 13. nóvember 2021.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]