ITV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ITV (upphaflega Independent Television) er bresk sjónvarpsstöð sem hóf starfsemi árið 1955 í samkeppni við BBC. Stöðin hóf starfsemi í Granada Studios í Manchester en er nú með höfuðstöðvar í The London Studios í London. Sjónvarpsstöðin starfar á grundvelli 14 héraðsleyfisstöðva, eins og ITV Channel Television, ITV Anglia og ITV Granada. Hún rekur einnig barnastöðina CITV og rak áður skólastöðina ITV Schools.

Meðal þekktra sjónvarpsþáttaraða sem sendar hafa verið út á ITV eru Coronation Street, Inspector Morse, Tommi togvagn, Downton Abbey, Spitting Image, Benny Hill og Midsomer Murders.