Giuseppe Pella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giuseppe Pella

Giuseppe Pella (18. apríl 190231. maí 1981) var ítalskur stjórnmálamaður, meðlimur í kristilega demókrataflokknum, fjármálaráðherra í ríkisstjórnum Alcide De Gasperi og forsætisráðherra Ítalíu eftir að De Gasperi sagði af sér í kjölfar þess að frumvarp hans um breytingar á kosningalöggjöfinni hafði verið fellt.

Pella var kjörinn á þing 1946 og varð fjármálaráðherra frá og með fjórðu ríkisstjórn De Gasperis. Hann varð forsætisráðherra í kjölfar afsagnar De Gasperis í ágúst 1953.

Í forsætisráðherratíð hans magnaðist spenna milli Ítalíu og Júgóslavíu vegna deilna um yfirráð yfir Trieste. Þær deilur voru leystar með samkomulagi 5. október 1954 með því að Ítalía hélt borginni, en Júgóslavía fékk allan suðurhluta þess svæðis sem tilheyrði frjálsa svæðinu Trieste.

Hann varð aftur ráðherra 1957 og 1960. Síðast var hann fjármálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Andreottis 1972.


Fyrirrennari:
Alcide De Gasperi
Forsætisráðherra Ítalíu
(1953 – 1954)
Eftirmaður:
Amintore Fanfani