Örn Arnarson
Útlit
Örn Arnarson (fæddur 31. ágúst 1981 í Reykjavík) er íslenskur sundmaður. Hann vann sinn fyrsta stóra titil á Evrópska SC Meistaramótinu árið 1998 í Sheffield, Englandi, en þar náði hann gulli í 200 m baksundi.
Ári seinna á Evrópska SC Meistaramótinu í Lissabon í Portúgal, vann hann til gullverðlauna í bæði 100 og 200 m baksundi. Hann tók þátt í þremur Ólympíuleikum í röð, fyrir hönd Íslands.
Hann hefur þrívegis verið kjörinn íþróttamaður ársins; árið 1998, 1999 og 2001
Í dag (2016) þjálfar Örn Arnarson Esbjerg Svømmeklub í Danmörku