Norræni tungumálasáttmálinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norræni tungumálasáttmálinn er samningur sem var gerður milli Svíþjóðar, Danmerkur, Íslands, Finnlands og Noregs um rétt ríkisborgara þessara landa til þess að nota sitt eigið tungumál í viðskiptum sínum við hið opinbera á öðrum Norðurlöndum. Sáttmálinn var gerður 17. júní 1981 en tók ekki gildi fyrr en 1. mars 1987. Samkvæmt sáttmálanum ber yfirvöldum að útvega túlk fyrir ríkisborgara þessara ríkja óski þeir þess að eiga samskipti við opinberar stofnanir á sínu móðurmáli. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera marklaust plagg þegar á reynir.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]