Fara í innihald

Sienna Miller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sienna Miller

Sienna Rose Miller (fædd 28. desember 1981) er bresk/bandarísk leikkona. Hún er þekktust fyrir hltutverk sín í Layer Cake, Alfie, Factory Girl, The Edge of Love og G.I. Joe: The Rise of Cobra.

Uppeldi[breyta | breyta frumkóða]

Sienna fæddist í New York en flutti svo með fjölskyldunni til London þegar hún var eins árs. Faðir hennar Edwin Miller er fyrrverandi bandarískur bankastjóri en nú selur hann kínversk listaverk. Sienna á systur sem heitir Savannah, og tvo hálfbræður, Charles og Stephen. Hún fór í Heathfield St Mary's School heimavistarskóla í Ascot í Berkshire og stundaði svo nám við Stofnun Lee Strasbergs í New York. Hún er með bæði breskt og bandarískt vegabréf en náði ökuprófi í Bandarísku Jómfrúreyjum út af því að þetta gefur henni leyfi að keyra bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Módelstörf[breyta | breyta frumkóða]

Áður en Sienna hóf feril sinn sem leikkona starfaði hún sem módel. Hún gerði samning við Tandy Anderson starfsmann hjá fulltrúafyrirtækinu Select Model Management í London og sat fyrir meðal annars Coca-Cola og ítölsku útgáfu af tískutímaritinu Vogue. Stíll Siennu hefur verið kallaður „boho chic“ og miðaður við Kates Moss stíl. Miller undirskrifaði tveggja ára samning við Pepe Jeans London og fyrsta gallabuxnaauglýsingin með hennar birtist í tímaritum árið 2006. Árið 2009 tilkynnti Hugo Boss að Sienna væri nýi fulltrúi kvennailmvatnsins BOSS Orange.

Leiklist[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2001 lék hun fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd í South Kensington með Rupert Everett og Elle Macpherson. Síðar fékk hún títt hlutverk í sjónvarpsþættinum Keen Eddie. Árið 2004 fékk hún aukahlutverk í kvikmyndunum Alfie, með Jude Law, og Layer Cake. Síðan árið 2005 lék hún á móti Heath Ledger í aðalkvenhlutverki í gamandramamyndinni Casanova. Svo lék hún persónuna Edie Sedgwick í Factory Girl, yfirstéttarkonu á sjöunda áratugnum og menntagyðju Andy Warhols. Sienna lék smáhlutverk í Stardust eftir Matthew Vaughn árið 2007 og líka í Interview eftir Steve Buscemi. Í lok sama árs lék hún hlutverk sem óðauð brúður í Camille á móti James Franco.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.