El Salvador

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
República de El Salvador
Fáni El Salvador Skjaldarmerki El Salvador
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Dios, Unión, Libertad
(spænska: Guð, eining, frelsi)
Þjóðsöngur:
Saludemos la Patria orgullosos
Staðsetning El Salvador
Höfuðborg San Salvador
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Lýðveldi

forseti Nayib Bukele
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
149. sæti
21.040 km²
1,5
Mannfjöldi
 - Samtals (?)
 - Þéttleiki byggðar
97. sæti
7.332.000
348/km²
VLF (KMJ) áætl. 2004
 - Samtals 31.170 millj. dala (91. sæti)
 - Á mann 4.379 dalir (111. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur og El Salvador colón
Tímabelti UTC -6
Þjóðarlén .sv
Landsnúmer 503

El Salvador er land í Mið-Ameríku með landamæri að Gvatemala í norðvestri og Hondúras í norðaustri og strönd að Kyrrahafi í suðri. Landið er það þéttbýlasta á meginlandi Ameríku.

Borgarastríð[breyta | breyta frumkóða]

Borgarastríðið í El Salvador (1979 – 1992) voru átök á milli hers ríkisstjórnar El Salvador, sem Bandaríkin studdu, og uppreisnarmanna í bandalaginu Farabundo Martí National Liberation Front (FMLN), sem var bandalag fimm vinstrisinnaðra skæruliðahópa. Kúba og önnur kommúnistaríki studdu uppreisnarmennina. Veruleg spenna og ofbeldi höfðu verið til staðar áður en að borgarastríðið skall á og varði í tólf ár.

Borgarastríð El Salvador er önnur lengsta borgarastyrjöld í Suður-Ameríku en sú lengsta var í Guatemala. Átökunum lauk árið 1990. Ekki er vitað hve margir hurfu á meðan stríðinu stóð en meira en 75 þúsund manns voru drepnir.

Árið 1979 tók herforingjastjórnin við völdum í El Salvador. Það er að segja, hún steypti af stóli þáverandi forseta El Salvador, Carlos Humberto Romero hershöfðingja. Bæði öfgasinnaðir hægri- og vinstrimenn voru á móti nýju ríkisstjórninni. Spenna jókst og landið var á barmi uppreisnar. Illa þjálfaðir hermenn hers El Salvador tóku þátt í kúgun og morðum. Alræmdust voru El Mozote fjöldamorðin í desember 1981. Á næstu tveimur árum (1982 – 1983) myrti herliði stjórnvalda um það bil átta þúsund óbreytta borgara

Um 1985 var minna um morð af völdum herliðsins en við og við var manneskja drepin og skilin eftir fyrir allra augum í þeim tilgangi að halda fólki í ótta við hvað gæti gerst ef það snerist gegn hernum. Dauðasveitum ríkisins hafði tekist að gereyða mörgum stéttarfélögum og stjórnmálasamtaka. Þeir sem lifðu af neyddust til að flýja landið eða ganga í lið með skæruliðahópunum.

Í lok áratugsins höfðu lífskjör íbúanna dregist saman um 30% frá árinu 1983. Fæstir höfðu aðgang að hreinu vatni eða heilsugæslu. Atvinnuleysi varð um það bil 50% og kaupmáttur lækkaði um 54% frá árinu 1979 fyrir þá sem héldu vinnu.

Á þessum tólf árum frömdu bæði ríkisstjórnin og vinstrisinnaðir skæruliðar hömlulaus mannréttindabrot. Borgarastyrjöldinni lauk árið 1992 með friðarsamningum. Í aðdraganda þeirra var því lýst yfir að þeir sem frömdu þessi mannréttindabrot yrðu fjarlægðir úr stjórnsýslunni og hernum. Frá þeim tíma hefur sannleiksnefnd verið að störfum og fjallað um grimmdarverk þau sem framin voru á meðan borgarastyrjöldin stóð yfir.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.