Hornsteinn
Útlit
Hornsteinn er steinn sem komið er fyrir á áberandi stað utan á byggingu með áletrun sem tilgreinir ýmsar upplýsingar varðandi bygginguna, eins og byggingarár, hönnuð, byggingaraðila o.s.frv. Hornsteinn byggingar er yfirleitt lagður við hátíðlega athöfn sem markar formlegt upphaf byggingartímans, þótt það gerist yfirleitt eftir að grunnurinn hefur verið lagður.
Hugmyndin er komin til af því að áður fyrr var fyrsti hornsteinninn sá punktur sem hin horn byggingarinnar voru miðuð við.