Desember
Jump to navigation
Jump to search
Desember eða desembermánuður er tólfti og síðasti mánuður ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. Hann er nefndur eftir latneska töluorðinu decem sem þýðir tíu (enda oft skrifaður Xber á latínu). Desember var tíundi mánuðurinn í latneska dagatalinu, en janúar og febrúar voru 11. og 12. mánuður ársins, sem þá hófst 1. mars.