Túnis
Hnit: 33°00′00″N 09°00′00″A / 33.00000°N 9.00000°A
- Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.
الجمهورية التونسية El-joumhouriyya et-Tounisiyya | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: حرية، نظام، عدالة Ḥurriyyah, Niẓām, ‘Adālah „Frelsi, regla, réttlæti“ | |
Þjóðsöngur: Humat al-Hima | |
![]() | |
Höfuðborg | Túnis |
Opinbert tungumál | arabíska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Forsætisráðherra |
Kais Saied Youssef Chahed |
Sjálfstæði | |
- frá Frakklandi | 20. mars 1956 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
93. sæti 163.610 km² 5 |
Mannfjöldi - Samtals (2012) - Þéttleiki byggðar |
77. sæti 10.777.500 66/km² |
VLF (KMJ) - Samtals - á mann |
áætl. 2012 45,611 millj. dala (67. sæti) 4.232 dalir (90. sæti) |
Gjaldmiðill | túnisískur dínar |
Tímabelti | CET (UTC+1) CEST (UTC+2) |
Þjóðarlén | .tn |
Landsnúmer | 216 |
Túnis (الجمهرية التونسية) er land í Norður-Afríku með landamæri að Alsír í vestri og Líbýu í austri og strandlengju að Miðjarðarhafi í norðri og austri. Það er nyrsta landið í Afríku og austasta landið á Atlasfjallgarðinum. Föníkumenn stofnuðu þar borgina Karþagó í fornöld og landið varð síðar rómverska skattlandið Afríka. Nafnið Túnis er talið koma úr máli Berba og merkja tjaldbúðir en landið dregur nafn sitt af höfuðborginni.
Túnis nær yfir 163.610 ferkílómetra. Nyrsti oddi landsins og jafnframt álfunnar er Ras ben Sakka. Sikileyjarsund skilur milli Túnis og Sikileyjar, en það er um 145 km á breidd. Aðeins 60 km undan strönd Túnis er ítalska eyjan Pantelleria. Túnis er frjósamt land með miklar strendur sem laða að ferðamenn. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt og byggist á landbúnaði, olíuvinnslu, námavinnslu, iðnframleiðslu og ferðaþjónustu.
Íbúar Túnis eru rúmlega tíu milljónir. Arabíska er opinbert mál og 98% íbúa eru múslimar. Frönskukunnátta er algeng, en landið var frönsk nýlenda frá 1881 til 1956.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Túnis skiptist í 22 landstjóraumdæmi sem aftur skiptast í 264 landsvæði sem síðan skiptast í sveitarfélög og hverfi.
![]() |