Fara í innihald

Jessica Alba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jessica Alba
Upplýsingar
FæddJessica Marie Alba
28. apríl 1981 (1981-04-28) (43 ára)

Jessica Marie Alba (fædd 28. apríl 1981) er bandarísk leikkona. Hún byrjaði ferilinn þrettán ára í Camp Nowhere and The Secret World of Alex Mack (1994). Hún lofaði góðu sem leikkona eftir aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Dark Angel (2000-2002). Hún lék seinna í mörgum myndum, meðal annars Honey (2003), Sin City (2005), Fantastic Four (2005), Into the Blue (2005), Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer og Good Luck Chuck, báðum árið 2007.

Alba er álitin kyntákn og fær oft athygli fjölmiðla fyrir útlit sitt. Hún er tíður gestur á lista yfir fallegasta fólk í heimi. Hún hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir leik sinn, meðal annars Teen Choice verðlaunin fyrir bestu leikkonu og Golden Globe tilnefningu fyrir leik sinn í Dark Angel.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Alba fæddist í Pomona í Kaliforníu. Foreldrar hennar eru Catherine Alba (áður Jensen) og Mark Alba. Móðir hennar er af dönskum og fransk-kanadískum ættum og faðir hennar er frá Mexíkó, þrátt fyrir að báðir foreldrar hennar séu fædd í Kaliforníu. Jessica á yngri bróður, Joshua. Faðir hennar var í flughernum en starfið hans flutti þau til Biloxi í Mississippi og Del Rio í Texas áður en þau fóru aftur til Kaliforníu þegar hún var níu ára. Alba lýsti fjölskyldunni sinni sem mjög íhaldsamri, dæmigerðri kaþólskri, Suður-Amerískri fjölskyldu.

Æska Jessicu einkenndist af miklum sjúkrahúsförum. Þegar hún var lítil fékk hún tvisvar sinnum samfallið lunga og fékk lungnabólgu 4-5 sinnum á ári ásamt fleiri kvillum. Hún einangraðist frá öðrum krökkum í skólanum vegna þess að hún var svo oft á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna að hún náði aldrei að eignast vini. Hún hefur einnig haft astma síðan hún var lítil. Alba sagði einnig að stöðugir flutningar fjölskyldunnar hefðu orðið til þess að hún einangraðist. Jessica hefur einnig greint frá því að hún þjáðist af miklum áráttu-þráhyggjuröskunum á uppvaxtarárum sínum. Alba útskrifaðist úr menntaskóla (e. highschool) þegar hún var 16 ára og hélt síðan áfram námi í The Atlantic Theater Company.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Alba hefur haft áhuga á leiklist síðan hún var fimm ára. Árið 1992, bað hin 11 ára Alba móður sína um að fara með hana í leiklistarkeppni í Beverly Hills í Kalifonríu, þar sem fyrsti vinningur var fimm fríir leiklistartímar. Alba vann fyrstu verðlaun og fór í fyrstu leiklistartímana sína. Hún fékk samning hjá umboðsmanni níu mánuðum seinna. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var árið 1994 í Camp Nowhere sem Gail. Hún var upphaflega ráðin í tvær vikur en hlutverkið varð tveggja mánaða starf sem aðalhlutverk eftir að ein af aðalleikkonunum hætti.

Alba lék í tveimur stórum auglýsingum fyrir Nintendo og J.C. Penney sem barn. Hún lék seinna í nokkrum óháðum kvikmyndum. Hún færði sig inn í sjónvarpið árið 1994 með aukahlutverk í gamanþáttaröðinni The Secret World of Alex Mack en þar lék hún hina dramatísku Jessicu í þremur þáttum. Hún var síðan í hlutverki Mayu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af sjónvarpsþáttaröðinni Flipper. Undir handleiðslu móður sinnar, sem var lífvörður, lærði Alba að synda áður en hún lærði að ganga, og er hún með réttindi til að kenna köfun, en þeir hæfileikar nýttust vel í þáttunum, sem voru teknir upp í Ástralíu.

Alba varð aðeins frægari í Hollywood árið 1999 eftir að hafa leikið meðlim í snobbuðu menntaskólaklíkunni í Never Been Kissed sem Drew Barrymore lék aðalhlutverkið í, og sem aðalleikkonan í gaman-hryllingsmyndinni Idle Hands (1999) á móti Devon Sawa.

Stóra tækifærið kom þegar höfundurinn/leikstjórinn James Cameron valdi Alba úr potti 1.200 kandítata fyrir hlutverk erfðabreytta ofur-hermannsins, Max Guevara, í sjónvarpsþáttaröðinni Dark Angel. Þátturinn var sýndur í tvö ár, eða til 2002, og fékk Jessica mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína og færði hlutverkið henni tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna. Hún sagði seinna að hún hefði þjáðst af átröskun á meðan hún undirbjó sig fyrir hlutverkið í Dark Angel.

Alba fékk Teen Choice-verðlaunin fyrir „bestu leikkonu“ og Saturn-verlaunin fyrir „bestu sjónvarpsleikkonu“ fyrir hlutverk sitt í Dark Angel. Hún var einnig orðin tíður gestur á lista Maxim: „Hot 100“. Árið 2006 fékk Alba MTV-kvikmyndaverðlaunin fyrir „Kynþokkafyllstu framkomuna“ fyrir Sin City. Leikur hennar hefur einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni, til að mynda fékk hún tilnefningu til Razzie-verðlaunanna fyrir „verstu leikkonu“ fyrir frammistöðu sína í Awake, Good Luck Chuck og Fanstastic Four: Rise of the Silver Surfer. Hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árið 2005 fyrir frammistöðu sína í Fantastic Four og Into the Blue.

Athyglisverðastu hlutverk Alba á hvíta tjaldinu eru meðal annars sem danskennari í Honey, framandi dansarinn Nancy Callahan í Sin City og sem teiknimyndablaða-persónan Sue Storm, ósýnilega konan, í Fantastic Four. Hún lék seinna í framhaldsmyndinni, Into the Blue seinna sama það ár og Good Luck Chuck nokkrum árum seinna. Alba var kynnir MTV kvikmyndaverðlaununum og lék í „sketsum“ þar sem hún gerði grín að myndum eins og King Kong, Misson: Impossible 3 og The Da Vinci Code. Umboðsmenn Alba hafa verið Patrick Whitesell og Brad Cafarelli.

Árið 2008 reyndi Alba fyrir sér í hryllingsmyndum í kvikmyndinni The Eye, endurgerð kínveskrar myndar. Myndin kom út þann 1. febrúar 2008. Þrátt fyrir að myndin fengi hræðilega dóma fékk frammistaða Alba bæði jákvæða og neikvæða dóma. Alba vann Teen Chocie-verðlaun fyrir bestu kvikmyndaleikkonuna í hryllings- eða spennutrylli og Razzie-tilnefningu fyrir verstu leikkonu. Einnig árið 2008 lék Alba í mynd með Mike Myers og Justin Timberlake í hinni vinsælu Love Guru. Bæði myndin og frammistaða Alba fengu hörmulega dóma. Alba var þá tilnefnd til Razzie-verðlauna sem versta leikkonan.

Seinni hluta árs 2008 skrifaði Alba undir samning um að leika aðalhlutverkið í An Invisible Sign of My Own. Tökur kláruðust í nóvember 2008 og er áætlað að myndin komi út árið 2010. Ugly Betty stjarnan America Ferrera átti upphaflega að leika aðalhlutverkið en þurfti að hætta við vegna anna við tökur á Ugly Betty.

Alba lék ásamt Kate Hudson og Casey Affleck í kvikmynd sem var byggð á samnefndri bók, The Killer Inside Me. Í myndinni lék Alba Joyce Lakeland sem er vændiskona. Áætlað er að myndin komi út 2010. Einnig lék Alba í Valentine's Day þetta sama ár, ásamt Juliu Roberts, Anne Hathaway, Jessicu Biel, Emmu Roberts, Ashton Kutcher og Jennifer Garner. Myndin kom út 12. febrúar 2010.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Jessica kynntist eiginmanni sínum Cash Warren við gerð Fantastic Four árið 2004. Þau giftu sig í Los Angeles þann 19. maí 2008. 7. júní 2008 eiguðust þau sitt fyrsta barn, stúlku, Honor Marie Warren. 13. ágúst 2011 eignuðust þau sína aðra dóttur, Haven Garner Warren.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]