21. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
21. nóvember er 325. dagur ársins (326. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 40 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 235 - Anþeros varð páfi.
- 1272 - Játvarður varð konungur Englands.
- 1393 - Bardagi varð á Núpi í Dýrafirði á milli Björns Einarssonar í Vatnsfirði og Þórðar Sigmundssonar á Núpi. Tveir menn féllu og margir særðust. Menn Þórðar höfðu betur og flúði Björn í kirkju.
- 1417 - Oddone Colonna varð Marteinn 5. páfi.
- 1618 - Þrjátíu ára stríðið: Umsátrinu um Pilsen í Bæheimi lauk.
- 1620 - Skipið Mayflower komst inn fyrir Þorskhöfða með pílagríma sem stofnuðu þar Plymouth-nýlenduna.
- 1673 - Jakob 2. Englandskonungur gekk að eiga Maríu af Modena.
- 1869 - Skotfélag Keflavíkur er stofnað, eitt allra fyrsta íþróttafélag landsins.
- 1874 - Enska knattspyrnufélagið Aston Villa er stofnað.
- 1878 - Fyrsta símaskráin í heiminum mun hafa verið gefin út þennan dag í New Haven í Connecticut og innihélt nöfn 50 símnotenda.
- 1931 - Fyrsta leikritið var flutt í Ríkisútvarpinu. Þar voru leiknir kaflar úr Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson.
- 1964 - Verrazano-Narrows-brúin opnaði milli Brooklyn og Staten Island í New York-borg.
- 1974 - 21 maður lét lífið og tugir særðust í sprengjutilræðum Írska lýðveldishersins (IRA) í Birmingham á Englandi.
- 1974 - George W. Bush var rekinn úr bandaríska flughernum.
- 1976 - Þriggja þrepa eldflaug var í fyrsta sinn skotið frá Evrópu á Andøya-eldflaugaskotpallinum.
- 1976 - Sýrlandsher lagði Líbanon undir sig.
- 1979 - Ayatollah Khomeini hélt því fram í útvarpsfrétt að Bandaríkjamenn hefðu hertekið moskuna í Mekka. Í kjölfarið réðist múgur á bandaríska sendiráðið í Islamabad í Pakistan.
- 1980 - 85 létust í eldsvoða í MGM Grand Hotel and Casino í Las Vegas.
- 1981 - Landssamband framsóknarkvenna var stofnað á Íslandi.
- 1981 - Um 350.000 manns mótmæltu kjarnavopnum í Antwerpen í Belgíu.
- 1984 - Samkvæmt könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum reyndust Íslendingar vera hamingjusamasta þjóð í heimi.
- 1989 - Stjórnlagaþing Namibíu hóf að semja drög að stjórnarskrá Namibíu.
- 1990 - Japanska leikjatölvan Super Nintendo Entertainment System kom á markað.
- 1990 - Parísarskráin var undirrituð af fulltrúum Kanada, Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og 32 Evrópuríkja. Hún er stundum talin marka formleg endalok Kalda stríðsins.
- 1993 - Endurvarp hófst frá nokkrum erlendum sjónvarpsstöðvum í samvinnu við Stöð 2 undir heitinu Fjölvarp.
- 1995 - Dayton-samningurinn sem batt endi á Bosníustríðið var undirritaður í Wright-Patterson-flugstöðinni nálægt Dayton, Ohio í Bandaríkjunum.
- 2003 - Breska kvikmyndin Ástin grípur alla (Love Actually) var frumsýnd.
- 2004 - Leikjatölvan Nintendo DS kom út.
- 2005 - Ariel Sharon sagði sig úr Likud-bandalaginu og stofnaði nýjan flokk, Kadima, eftir deilur við Benjamin Netanyahu.
- 2006 - Skæruliðar í Nepal undirrituðu vopnahléssamning sem batt enda á 10 ára borgarastyrjöld.
- 2006 - Líbanski ráðherrann Pierre Amine Gemayel var skotinn til bana í bifreið sinni í Beirút.
- 2009 - Yfir 100 kolanámumenn fórust í sprengingu í kolanámu við Hegang í Kína.
- 2010 - Ísrael hóf að reisa 25 mílna langan múr á landamærum Gasa og Egyptalands.
- 2010 - Evruríkin samþykktu fjárhagsaðstoð handa Írlandi.
- 2013 - Kreppan í Úkraínu hófst þegar Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningi að inngöngu í Evrópusambandið.
- 2019 – Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, var ákærður fyrir spillingu.
- 2021 – Abdalla Hamdok var aftur gerður forsætisráðherra Súdans eftir viðræður við valdaránsmenn úr hernum sem steyptu honum af stóli í október.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1694 - François-Marie Arouet, betur þekktur sem franski heimspekingurinn Voltaire, (d. 1778).
- 1823 - Arnljótur Ólafsson, hagfræðingur og stjórnmálamaður (d. 1904).
- 1854 - Benedikt 15. páfi (d. 1922).
- 1856 - J.C. Christensen, danskur forsætisráðherra (d. 1930).
- 1878 - Guttormur J. Guttormsson, vesturíslenskt skáld (d. 1966).
- 1889 - Kristín Ólafsdóttir, íslenskur læknir (d. 1971).
- 1902 - Isaac Bashevis Singer, pólskættaður bandarískur rithöfundur (d. 1991).
- 1919 - Helgi Hóseasson, íslenskur mótmælandi (d. 2009).
- 1958 - Nguyen Van Hung, víetnamsk-ástralskur aktívisti.
- 1965 - Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður.
- 1970 - Árni Pétur Reynisson, íslenskur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 496 - Gelasíus páfi.
- 1150 - Garcia 4., konungur Navarra (f. um 1112).
- 1361 - Filippus 1., hertogi af Búrgund, dó úr plágunni (f. 1346).
- 1555 - Georgius Agricola, þýskur vísindamaður (f. 1490).
- 1695 - Henry Purcell, enskt tónskáld (f. um 1659).
- 1686 - Otto von Guericke, þýskur uppfinningamaður (f. 1602).
- 1811 - Heinrich von Kleist, þýskur rithöfundur (f. 1777).
- 1909 - Peder Severin Krøyer, danskur myndlistarmaður (f. 1851).
- 1916 - Frans Jósef 1., keisari Austurríkis-Ungverjalands (f. 1830).
- 1963 - Ulises Saucedo, bólivískur knattspyrnuþjálfari og -dómari (f. 1896).
- 1975 - Gunnar Gunnarsson, íslenskur rithöfundur (f. 1889).
- 2011 - Anne McCaffrey, bandarískur rithöfundur (f. 1926).
- 2011 - Oddur Björnsson, íslenskt leikskáld (f. 1932).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- “Forvarnardagurinn – Taktu þátt!” Þessi dagur er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og fleiri aðila.