Fara í innihald

Pétur Sigurgeirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pétur Sigurgeirsson (2. júní 19194. júní 2010) var biskup Íslands á árunum 1981-1989 og sóknarprestur í Akureyrarkirkju 1947-1981.

Pétur var sonur Sigurgeirs Sigurðssonar biskups og konu hans, Guðrúnar Pétursdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940, lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1944 og fór síðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Lauk meistaragráðu í guðfræði frá Mt. Airy Seminary í Fíladelfíu og nam einnig blaðamennsku, ensku og biblíufræði við Stanford University í Kaliforníu. Hann var skipaður sóknarprestur á Akureyri er heim kom og gegndi því embætti alla sína prestskapartíð. Hann var skipaður vígslubiskup Hólastiftis 1969 jafnframt prestsstarfinu og gegndi því embætti uns hann varð biskup Íslands 1. október 1981. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir þann 1. júlí 1989.

Kona Péturs var Sólveig Ásgeirsdóttir.


Fyrirrennari:
Sigurbjörn Einarsson
Biskup Íslands
(19811989)
Eftirmaður:
Ólafur Skúlason


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.