Norræna farsímakerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mobira Cityman 150 (til vinstri) var NMT-900-sími Nokia frá 1989, við hliðina á Nokia 1100 frá 2003

Norræna farsímakerfið (skandinavíska: Nordisk MobilTelefoni eða Nordiska MobilTelefoni-gruppen, skammstafað NMT) er fyrsta fullkomlega sjálfvirka farsímakerfið. Norrænu fjarskiptaumboðin hönnuðu kerfið en það var opnað fyrir notkun þann 1. október 1981. Á þeim tíma umferð á handvirku farsímakerfunum orðin mikil en þau voru ARP (150 Mhz) í Finnlandi, MTD (450 Mhz) í Danmörku og Svíþjóð og OLT (160 Mhz) í Noregi.

Norræna farsímakerfið byggir á hliðrænni tækni (fyrstu kynslóðar eða 1G) en til eru tvö afbrigði: NMT-450 og NMT-900. Númerin tákna tíðni merkjanna sem er notuð. NMT-900 var kynnt til sögunnar árið 1986 því það getur flutt fleiri rásir en NMT-450.

Staðlarnir á bak við Norræna farsímakerfið voru opnir og aðgengilegir, sem gerði mörgum fyrirtækjum kleift að framleiða NMT-síma og þannig lækkaði kostnaður tækjanna. Velgengni NMT-kerfisins skipti Nokia (sem hét þá Mobira) og Ericsson miklu máli. Fyrstu dönsku fyrirtækin til að taka upp kerfið voru Storno (þá í eigu General Electric, síðar keypt af Motorola) og AP (síðar keypt af Philips). Elstu NMT-símarnir voru hannaðir til að festa í skott bifreiðar, með lyklaborð og skjá frammi í bifreiðinni. „Færanlegir“ símar voru líka í boði en voru mjög fyrirferðarmiklir og með slæma rafhlöðuendingu. Síðari símar (frá til dæmis Benefon) voru miklu smærri; þeir smæstu voru um 100 mm að stærð og vógu sirka 100 grömm.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.