Fara í innihald

Amasónfljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Amasónfljót og nokkrar helstu þverár fljótsins

Amasónfljót (spænska og portúgalska Amazonas) er fljót í Suður-Ameríku og stærsta fljót jarðar mælt í vatnsmagni. Fljótið flytur jafnmikið vatn og Nílarfljót, Jangtse og Mississippifljót samanlagt. Úr fljótinu rennur því fimmti hluti alls ferskvatns sem rennur í úthöfin. Ásamt Níl er Amasónfljót einnig lengsta fljót jarðar.

Stærstur hluti fljótsins er í Brasilíu. Fjarlægasta þekkta uppspretta þess er í 3.700 metra hæð uppi í Andesfjöllum í héraðinu Arequipa í Perú. Lengd fljótsins er 6.400 km og í það renna yfir 200 þverár með vatnasvið upp á 6.915.000 km² sem eru um 40% af stærð Suður-Ameríku. Meðal þekktustu þverána eru Rio Negro, Rio Madeira, Tapajós og Xingu. Fljótið rennur út í Atlantshafið við austurströnd Brasilíu um árósana Rio del Mar. Hægt er að sigla skipum upp fljótið allt að Iquitos í Perú.

1541-1542 sigldi spænski landkönnuðurinn Francisco de Orellana upp fljótið. Það var í þessari ferð sem það fékk nafn sitt, þar sem Orellana skrifaði að stríðskonur hefðu ráðist á þá, sem minntu hann á amasónur fornaldar. Bardaginn var við Tapujasindíána, þar sem bæði karlar og konur taka þátt í bardögum.

Í Amasónfljóti lifa yfir 2000 tegundir fiska, frá hrökkálum til blóðþyrstra píranafiska.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.