Fara í innihald

Karólína Guðmundsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karólína Guðmundsdóttir (29. apríl 189731. ágúst 1981) var vefnaðarkona í Reykjavík. Hún var ættuð frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi. Karólína var árin 1920-23 í námi í Dansk kunstlivsforening og lærði vefnað á vinnustofu frk. Siegumfeldt í Kaupmannahöfn en kom heim árið 1923 og byrjaði að vefa. Hún rak Vefnaðarstofu Karólínu Guðmundsdóttur frá 1938 til 1972-1973 en þá tók Elín Björnsdóttir frænka hennar við rekstrinum. Vefnaðarstofan var á Ásvallagötu 10a. Karólína óf úr íslenskri ull, úr Gefjunargarni. Hún óf gluggatjöld og áklæði og fleira fyrir ýmsar opinberar byggingar. Þegar mest umsvif voru unnu sjö stúlkur hjá henni við vefnað. Karólína seldi einnig ýmis konar efni til handavinnu og fékk listamenn til að teikna mynstur á veggteppi og útsaumsstriga.