Martinus Thomsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Martinus árið 1950
Æskuheimili Martinus í Sindal. Þar er nú safn.

Martinus Thomsen eða Martinus (11. ágúst, 18908. mars, 1981) var danskur rithöfundur og dulhyggjumaður. Martinus fæddist inn í fátæka fjölskyldu og ólst hann upp hjá frænda sínum og frænku. Móðir hans var ógift ráðskona á herragarði og var vinnumaður að nafni Thomsen skráður faðir en Martinus taldi það faðerni ekki rétt og reyndi mikið til að losna við Thomsen ættarnafnið. Hann var í nokkur ár í barnaskóla en naut ekki annarrar menntunar. Hann var lengi starfsmaður í mjólkurbúi.

Árið 1921, þegar Martinus var um þrítugt varð hann fyrir andlegri vakningu. Hann helgaði eftir það líf sitt því að skapa alheimsvísindi (d. kosmologi) og skrifaði fjölda. Meginverk hans nefnist Livets Bog (Bók lífsins) sem hefur einnig verið vísað til sem Þriðja Testamentið.

Alheimsvísindi Martinusar er sýn á lífið og tilveruna. Alheimsvísindin innihalda tilvísanir í Jesú Krist en er frábrugðin hefðbundinni kristinni trú. Eitt af því sem einkennir verk hans eru úthugsaðar táknmyndir eða symbólískar teikningar sem finna má í bókum hand með nákvæmum útskýringum á þýðingu hverrar um sig.

Martinus kom fyrst til Íslands 1952 í boði Guðspekifélagsins og var það í fyrsta skipti sem hann fór út fyrir Danmörku. Hann kom sex sinnum til Íslands.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]