26. nóvember
Jump to navigation
Jump to search
26. nóvember er 330. dagur ársins (331. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 35 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 579 - Pelagíus 2. varð páfi.
- 1503 - Giuliano della Rovere varð Júlíus 2. páfi.
- 1523 - Giulio de’Medici varð Klemens 7. páfi.
- 1594 - Gefin var út tilskipun um að Grallarinn, messusöngsbók Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum, skyldi notuð í báðum biskupsdæmunum.
- 1688 - Loðvík 14. sagði Hollandi stríð á hendur en í stað þess að ráðast þar inn hélt hann með 100.000 manna herlið inn í Heilaga rómverska ríkið og hóf þar með Níu ára stríðið.
- 1740 - Kristján 4. Danakonungur flutti inn í Kristjánsborgarhöll.
- 1922 - Howard Carter og Carnarvon lávarður urðu fyrstir manna til að fara inn í gröf Tútankamons í yfir 3000 ár.
- 1941 - Sex japönsk flugmóðurskip lögðu úr höfn í undanfara árásarinnar á Perluhöfn.
- 1945 - Fyrsta bókin í bókaflokknum Lína langsokkur eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren kom út í Svíþjóð.
- 1973 - Stafrófsmorðin: Michelle Maenza hvarf í Rochester (New York).
- 1979 - Flugvél í pílagrímaflugi frá Pakistan International Airlines hrapaði við flugvöllinn í Jeddah, Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 156 farþegar létust.
- 1980 - Fyrsta breiðskífa Utangarðsmanna, Geislavirkir, kom út.
- 1981 - Dagblaðið og Vísir sameinuðust og hófst þar með útgáfa DV.
- 1981 - Broadway, veitinga- og skemmtistaður við Álfabakka í Reykjavík, var opnaður.
- 1983 - Brink's-MAT-ránið á Heathrow í London: 6800 gullstöngum var rænt.
- 1986 - Íran-Kontrahneykslið: Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skipaði Tower-nefndina til að rannsaka vopnasölu til Írans.
- 1989 - Fyrsta Vendée Globe-siglingakeppnin hófst.
- 1993 - Skilaboðaskjóðan, leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og var í gagnrýni Morgunblaðsins nefnd „fullkomið listaverk“.
- 2003 - Concorde-flugvélarnar voru teknar úr notkun vegna einnar brotlendingar og vegna hryðjuverkanna 11. september 2001.
- 2008 - Meðlimir íslömsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba hófu fjögurra daga herferð skot- og sprengjuárása í Mumbai sem leiddu 164 til dauða.
- 2011 - Geimflaug með Marsbílinn Curiosity var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni.
- 2018 - Könnunarfarið InSight lenti á yfirborði Mars.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1607 - John Harvard, enskur prestur (d. 1638).
- 1735 - John Thomas Stanley, enskur ferðalangur (d. 1807).
- 1827 - Ellen G. White, bandarískur rithöfundur (d. 1915).
- 1847 - María Fjodorovna, keisaraynja Rússlands (d. 1928).
- 1857 - Ferdinand de Saussure, svissneskur málvísindamaður (d. 1913).
- 1885 - Heinrich Brüning, þýskur stjórnmálamaður (d. 1970).
- 1898 - Héctor Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1967).
- 1903 - Thor Thors, íslenskur sendiherra (d. 1965).
- 1918 - Patricio Aylwin, forseti Síle (d. 2016).
- 1922 - Charles M. Schulz, bandarískur skopmyndateiknari og myndasöguhöfundur (d. 2000).
- 1939 - Tina Turner, bandarísk-svíssnesk söngkona.
- 1948 - Elizabeth Blackburn, ástralsk-bandarísk lífvísindakona og nóbelsverðlaunahafi.
- 1950 - Ingólfur Björn Sigurðsson, íslenskur leikari.
- 1958 - Einar Eyjólfsson, íslenskur prestur.
- 1959 - Satoshi Miyauchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1963 - Kristján Logason, íslenskur ljósmyndari.
- 1971 - Akira Narahashi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Keiji Kaimoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Grétar Ólafur Hjartarson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Shu Kurata, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 399 - Sirikíus páfi.
- 1252 - Blanka af Kastilíu, kona Loðvíks 8. Frakkakonungs og ríkisstjóri eftir lát hans (f. 1188).
- 1326 - Hugh Despenser yngri, enskur aðalsmaður og vinur Játvarðar 2. (tekinn af lífi).
- 1504 - Ísabella 1. af Kastilíu (f. 1451).
- 1851 - Jean-de-Dieu Soult, franskur stjórnmálamaður (f. 1769).
- 1883 - Sojourner Truth, bandarísk baráttukona (f. 1797).
- 1940 - Pétur Halldórsson, borgarstjóri Reykjavíkur (f. 1887).
- 1981 - Max Euwe, hollenskur skákmeistari (f. 1901).
- 1981 - Alfreð Clausen, íslenskur söngvari (f. 1918).
- 1984 - Jóhann Svarfdælingur, hæsti maður Íslandssögunnar (f. 1913).
- 2001 - Gísli Jónsson, íslenskufræðingur (f. 1925).
- 2012 - Joseph Murray, bandarískur læknir og nóbelsverðlaunahafi (f. 1919).
- 2018 - Stephen Hillenburg, bandarískur kvikari (f. 1961).