2. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
2. október er 275. dagur ársins (276. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 90 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 829 - Teófílos keisari tók við völdum í Konstantínópel.
- 959 - Játgeir friðsami var krýndur Englandskonungur.
- 1187 - Konungsríkið Jerúsalem gafst upp fyrir her Saladíns.
- 1263 - Alexander 3. Skotakonungur sigraði flota Hákonar gamla í orrustunni við Largs.
- 1535 - Jacques Cartier uppgötvaði Montréal í Québec.
- 1601 - Umsátrið um Kinsale hófst á Írlandi. Ósigur Íra þar leiddi til þess að Elísabet 1. gat lagt allt Írland undir sig.
- 1608 - Hollenski linsusmiðurinn Hans Lippershey sýndi fyrsta sjónaukann í hollenska þinginu.
- 1786 - Oddur Gíslason prestur á Miklabæ hvarf á leið heim að bæ sínum og var afturgöngunni Miklabæjar-Solveigu kennt um og sagt að hún hefði dregið prestinn í gröf sína. Lík hans fannst raunar ári síðar í læk skammt frá Miklabæ.
- 1801 - Konungur úrskurðaði að Ísland skyldi allt verða að einu biskupsdæmi og var þá biskupsstóllinn á Hólum lagður niður.
- 1847 - Prestaskólinn tók til starfa í Reykjavík. Hann var í fyrstu til húsa í húsi Lærða skólans.
- 1887 - Góðtemplarahús Reykjavíkur var vígt.
- 1906 - Dagblaðið kom út í Reykjavík í fyrsta sinn. Það kom út daglega í þrjá mánuði.
- 1934 - Ólafur Thors tók við formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum.
- 1940 - Áfengisskömmtun var tekin upp á Íslandi og var skammtur karlmanns 4 hálfflöskur á mánuði af sterkum drykkjum en kvenna helmingur þess.
- 1958 - Gínea fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1960 - Ísafjarðarflugvöllur var tekinn í notkun.
- 1964 - Tækniskóli Íslands var settur í fyrsta sinn.
- 1972 - Danir samþykktu inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Færeyjar ákváðu að standa utan sambandsins.
- 1981 - Breska hljómsveitin The Police gaf út breiðskífuna Ghost in the Machine.
- 1992 - Vígð var 120 metra löng brú yfir Dýrafjörð. Við það styttist leiðin á milli Þingeyrar og Ísafjarðar um 13 kílómetra.
- 1992 - Blóðbaðið í Carandiru hófst með uppþotum í Carandiru-fangelsinu í São Paulo í Brasilíu.
- 1996 - Andrej Lúkanov, fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu, var myrtur.
- 1996 - Aeroperú flug 603 hrapaði í Kyrrahafið þegar öll tæki um borð biluðu skömmu eftir flugtak frá Límaflugvelli í Perú. Allir um borð, 70 að tölu, fórust.
- 1997 - Mikið hneykslismál kom upp þegar í ljós kom að þéttiefni sem notað var í Hallandsås-göngunum í Svíþjóð gaf frá sér eiturefni sem barst í grunnvatn.
- 1999 - Slysavarnafélagið Landsbjörg var stofnað á Íslandi.
- 2001 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Nýgræðingar hóf göngu sína á NBC.
- 2001 - Svissneska flugfélagið Swissair hætti öllu flugi.
- 2006 - Byssumaður tók fimm stúlkur á aldrinum 7-13 ára í gíslingu í West Nickel Mines School í Pennsylvaníu, myrti þær og framdi síðan sjálfsmorð.
- 2007 - Sjónvarpsstöðin ÍNN tók til starfa á Íslandi.
- 2007 - Annar leiðtogafundur Suður- og Norður-Kóreu frá Kóreustríðinu átti sér stað.
- 2009 - Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um breyttan Lissabonsáttmála var haldin á Írlandi. Sáttmálinn var samþykktur í þetta sinn.
- 2010 - Héðinsfjarðargöng, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar annars vegar og Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar, voru vígð.
- 2013 - Bandaríska alríkislögreglan lokaði vefsíðunni Silk Road.
- 2016 - Friðarsamkomulag milli ríkisstjórnar Kólumbíu og skæruliða FARC var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2018 - Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl, Tyrklandi.
- 2020 - Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur var stofnað á Íslandi.
- 2020 - Donald Trump Bandaríkjaforseti greindist með Covid-19.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1452 - Ríkharður 3. Englandskonungur (d. 1485).
- 1847 - Paul von Hindenburg, prússneskur hershöfðingi (d. 1934).
- 1851 - Ferdinand Foch, franskur hermarskálkur (d. 1929)
- 1869 - Mohandas Gandhi, pólitískur leiðtogi Indverja (d. 1948).
- 1871 - Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (d. 1955).
- 1904 - Graham Greene, enskur rithöfundur (d. 1991).
- 1951 - Sting, enskur tónlistarmaður.
- 1957 - Pálmi Gestsson, íslenskur leikari.
- 1957 - Janry, belgískur teiknari.
- 1958 - Árni M. Mathiesen, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Sigtryggur Baldursson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1963 - Birgir Baldursson, íslenskur trommuleikari.
- 1963 - Björk Vilhelmsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Maria Ressa, filippseyskur blaðamaður og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1970 - Stephanie Sunna Hockett, íslensk fegurðardrottning og leikkona.
- 1973 - Ólafur Teitur Guðnason, íslenskur blaðamaður.
- 1976 - Elísabet Gunnarsdóttir, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1986 - Sandra Sigurðardóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1992 - Alisson Becker, brasilískur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1264 - Úrbanus 4. páfi (f. 1195).
- 1709 - Ívan Mazepa, rúþenskur kósakkaforingi (f. 1639).
- 1764 - William Cavendish, hertogi af Devonshire, breskur stjórnmálamaður (f. 1720).
- 1768 - Otto von Rantzau, danskur embættismaður (f. 1719).
- 1786 - Oddur Gíslason, íslenskur prestur (f. 1740).
- 1791 - Gunnar Pálsson, íslenskur prestur (f. 1714).
- 1803 - Samuel Adams, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1722).
- 1807 - John Thomas Stanley, breskur ferðalangur (f. 1735).
- 1927 - Svante August Arrhenius, sænskur vísindamaður (f. 1859).
- 1969 - Sigurbergur Elísson formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1899).
- 1985 - Rock Hudson, bandarískur leikari (f. 1925).
- 2018 - Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður (f. 1958).