Fara í innihald

Dimitar Berbatov

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dimitar Berbatov
Upplýsingar
Fullt nafn Dimitar Ivanov Berbatov
Fæðingardagur 30. janúar 1981 (1981-01-30) (43 ára)
Fæðingarstaður    Blagoevgrad, Búlgaría
Hæð 1,88 m
Leikstaða Sóknarmaður
Yngriflokkaferill
1991–1999 Pirin Blagoevgrad
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1998-2001 CSKA Sofia 50 (25)
2001-2006 Leverkusen 154 (69)
2006–2008 Tottenham Hotspur F.C. 70 (27)
2008–2012 Manchester United 105 (47)
2012-2014 Fulham F.C. 51 (19)
2014-2015 AS Monaco 38 (13)
2015-2016 PAOK 17 (4)
2017-2018 Kerala Blasters 9 (1)
Landsliðsferill
1998
1999-2010
Búlgaría U-21
Búlgaría
1 (0)
77 (48)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Dimitar Ivanov Berbatov (b. Димитър Иванов Бербатов) (f. 30. janúar 1981 í Blagoevgrad í Búlgaríu) er búlgarskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði stöðu framherja . Hann vann fjórum sinnum til Búlgörsku verðlaunanna „leikmaður ársins“.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Ferill Berbatov byrjaði hjá félaginu Pirin Blagoevgrad og hélt áfram þar þangað til þjálfarinn Dimitar Penev kom auga á hann.

CSKA Sofia[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Berbatov var 17 ára gamall fetaði hann í fótspor föður síns og fór til félagsins CSKA Sofia. Hann var þar frá 1998 til 2001. Það sama ár skoraði hann 14 mörk í 27 deildarleikjum.

Bayer Leverkusen[breyta | breyta frumkóða]

Markatala hans, 9 mörk í 11 leikjum 2000-2001, tryggði Berbatov samning hjá Bayer Leverkusen í janúar 2001. Fyrsta leiktíð hans hjá Bayer Leverkusen gekk sæmilega en hann skoraði einungis 16 mörk í fyrstu 67 leikjum sínum. Berbatov spilaði hinsvegar stórt hlutverk í meistaradeildarleik á fyrstu leiktíð sinni og skoraði mjög minnisstætt mark gegn Lyon og annað gegn Liverpool í 4 liða úrslitum. Hann kom líka inn sem varamaður á 38. mínútu fyrir Thomas Brdaric í úrslitaleik gegn Real Madrid.

Tottenham Hotspurs[breyta | breyta frumkóða]

Þann 1. júlí 2006 gekk Berbatov svo í raðir úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur F.C. fyrir 10,9 milljón punda sem gerði hann að dýrasta búlgarska knattspyrnumanni sögunnar. Berbatov skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í fyrsta leik sínum fyrir Tottenham í vinaleik gegn Birmingham City.

Manchester United[breyta | breyta frumkóða]

Þann 1. september 2008 fór Berbatov til Manchester United fyrir um það bil £30.75 million punda og fékk hann þar treyju númer 9, fyrrverandi númer Louis Saha.

Berbatov skoraði svo sín fyrstu 2 mörk í 3-0 sigri United í meistaradeildarleik gegn liði Álaborgar, Aalborg BK. Hann skoraði svo sitt fyrsta deildarmark í 4-0 sigri á West Bromwich Albion þann 18. október 2008.

Fulham[breyta | breyta frumkóða]

Þann 31.ágúst 2012 fór Berbatov til Fulham og skrifaði han undir 2 ára samning en kaupverðið var ekki gefið upp. Berbatov hélt sama treyjunúmeri og hjá Manchester United eða númer 9.

Ferilsyfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Klúbbur Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópukeppnir Annað Samtals
Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk
CSKA Sofia 1998–99 11 3 5 3 0 0 0 0 16 6
1999–2000 27 14 4 2 3 0 0 0 34 16
2000–01 11 9 0 0 4 7 0 0 15 16
Samtals 49 26 9 5 7 7 0 0 65 38
Bayer Leverkusen II 2000–01 7 6 0 0 0 0 0 0 0 0 7 6
Bayer Leverkusen 2000–01 6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 0
2001–02 24 8 6 6 0 0 11 2 0 0 41 16
2002–03 24 4 2 0 1 0 7 2 0 0 33 6
2003–04 33 16 3 3 0 0 0 0 0 0 34 19
2004–05 33 20 1 1 2 0 10 5 0 0 46 26
2005–06 34 21 2 3 0 0 2 0 0 0 37 24
Samtals 154 69 14 13 3 0 30 9 0 0 201 97
Tottenham Hotspur 2006–07 33 12 5 3 3 1 8 7 0 0 49 23
2007–08 36 15 2 2 6 1 8 5 0 0 52 23
2008–09 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0
Samtals 70 27 7 5 9 2 16 12 0 0 102 46
Manchester United 2008–09 31 9 3 1 0 0 9 4 0 0 43 14
2009–10 33 12 1 0 2 0 6 0 1 0 43 12
2010–11 32 20 2 0 0 0 7 0 1 1 42 21
2011–12 12 7 1 0 3 1 4 1 1 0 21 9
2012–13 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Samtals 108 48 7 1 5 1 26 5 3 1 149 56
Fulham F.C. 2012-13 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Samtals 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Samtals á ferli 380 170 37 24 17 3 79 33 3 1 517 237