Natalie Portman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Natalie Portman

Natalie Portman (fædd 9. júní 1981 í Jerúsalem) er bandarísk leikkona. Portman er einkabarn foreldra sinna. Faðir hennar er læknir frá Ísrael og móðir hennar er listakona frá Ohio. Hún flutti til Washington DC þegar hún var enn þá mjög ung. Eftir að hafa flutt nokkrum sinnum settist fjölskyldan að í New York, þar sem hún á enn heima í dag. Portman gekk í Harvard.

Natalie var ellefu ára þegar umboðsmaðurinn hennar uppgötvaði hana. Þrýst var á hana að gerast fyrirsæta en hún valdi frekar að verða leikkona. Portman lék Padmé Amidölu í Stjörnustríðskvikmyndunum Ógnvaldurinn, Árás klónanna, og Hefnd Sithsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.