24. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
24. desember er 358. dagur ársins (359. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 7 dagar eru eftir af árinu. Hann er kallaður Aðfangadagur á íslandi og er hann samkvæmt íslenskum mótmælendasið talinn helgur frá kl 18:00 að kveldi því þá hefst helgi jóladagsins.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 640 - Jóhannes 4. varð páfi.
- 800 - Leó 3. páfi krýndi Karlamagnús keisara, sem markar upphaf hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1294 - Bónifasíus 8. var kjörinn páfi.
- 1613 - Sagnir herma að þegar fólk úr Siglufirði ætlaði til guðsþjónustu á Siglunesi á aðfangadag hafi fallið snjóflóð á það í Siglunesskriðum og fimmtíu manns farist. Engar samtímaheimildir eru þó til um þetta slys og margir telja að það hafi aldrei átt sér stað.
- 1624 - Póstþjónusta var stofnuð í Danmörku af Kristjáni 4. Hún var fyrst til húsa í Dönsku kauphöllinni.
- 1934 - Ríkisútvarpið hóf lestur jólakveðja kl. 20:30 og hefur það verið fastur liður á hverju ári síðan og sífellt færst í vöxt.
- 1951 - Líbýa lýsti yfir sjálfstæði.
- 1956 - Flóttamenn frá Ungverjalandi, 52 alls, komu til Íslands fyrir tilstilli Rauða kross Íslands.
- 1972 - Sænski forsætisráðherrann, Olof Palme, gagnrýndi Bandaríkin harðlega fyrir loftárásirnar á Norður-Víetnam. Í kjölfarið slitu Bandaríkjamenn stjórnmálasambandi við Svíþjóð.
- 1974 - Í Ástralíu lagði fellibylur borgina Darwin nánast í rúst.
- 1975 - Breska þungarokksveitin Iron Maiden var stofnuð.
- 1985 - Hægriöfgamaðurinn David Lewis Rice myrti mannréttindalögfræðinginn Charles Goldmark og fjölskyldu hans í Seattle.
- 1989 - Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum komst vindur í 120 hnúta (224 km/klst) í hviðu, sem jafnaði eldra met. Þetta met var svo slegið 3. febrúar 1991.
- 1990 - Herforingjar steyptu Ramsewak Shankar af stóli í Súrínam.
- 1992 - George H. W. Bush náðaði 6 embættismenn sem dæmdir höfðu verið fyrir þátttöku í Íran-Kontrahneykslinu.
- 1997 - 50-100 þorpsbúar voru myrtir í Sid El-Antri-fjöldamorðunum í Alsír.
- 1999 - Árið helga 2000 hófst þegar Jóhannes Páll 2. páfi opnaði hurðina helgu í Vatíkaninu.
- 2000 - Aðfangadagsárásirnar í Indónesíu: Íslamskir öfgamenn stóðu fyrir sprengjuárásum á kirkjur um alla Indónesíu.
- 2007 - Stjórn Nepal tilkynnti að 240 ára einveldi yrði lagt niður árið 2008 og lýðveldi tekið upp.
- 2009 - Heilbrigðiskerfisumbætur Baracks Obama, Obamacare, voru samþykktar á bandaríska þinginu.
- 2017 - Gvatemala tilkynnti að þeir hygðust feta í fótspor Bandaríkjanna og flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Hondúras og Panama gerðu slíkt hið sama 2 dögum síðar.
- 2018 - Höfuðborg Búrúndí var flutt frá Bujumbura til Gitega.
- 2020 - Bretland undirritaði verslunarsamning við Evrópusambandið og lauk þannig formlega útgönguferli sínu úr sambandinu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1167 - Jóhann landlausi, Englandskonungur (d. 1216).
- 1461 - Kristín af Saxlandi, Danadrottning, kona Hans Danakonungs (d. 1521).
- 1491 - Ignatius de Loyola, stofnandi Jesúítareglunnar (d. 1556).
- 1698 - William Warburton, enskur gagnrýnandi og biskup (d. 1779).
- 1761 - Jean-Louis Pons, franskur stjörnufræðingur (d. 1831).
- 1810 - Vilhelm Marstrand, danskur listmálari (d. 1873).
- 1818 - James Prescott Joule, breskur eðlisfræðingur (d. 1889).
- 1837 - Elísabet af Austurríki (d. 1898).
- 1845 - Georg 1. Grikklandskonungur (d. 1913).
- 1876 - Thomas Madsen-Mygdal danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1943).
- 1879 - Alexandrine af Mecklenburg-Schwerin (d. 1952).
- 1927 - Mary Higgins Clark, bandarískur rithöfundur (d. 2020).
- 1940 - Anthony Fauci, bandarískur ónæmisfræðingur.
- 1943 - Tarja Halonen, forseti Finnlands.
- 1945 - Lemmy Kilmister, enskur tónlistarmaður (d. 2015).
- 1957 - Hamid Karzai, forseti Afganistans.
- 1961 - Ilham Aliyev, forseti Aserbaidsjan.
- 1966 - Diedrich Bader, bandarískur leikari.
- 1969 - Ed Miliband, breskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Ricky Martin, söngvari frá Púertó Ríkó.
- 1973 - Stephenie Meyer, bandarískur rithöfundur.
- 1981 - Dima Bilan, rússneskur söngvari.
- 1993 - Yuya Kubo, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1524 - Vasco da Gama, portúgalskur landkönnuður (f. um 1469).
- 1724 - Erlendur Magnússon, prestur í Odda á Rangárvöllum og áður skólameistari (f. 1695).
- 1847 - Finnur Magnússon, íslenskur fornfræðingur og skjalavörður (f. 1781).
- 1872 - William John Macquorn Rankine, skoskur verkfræðingur og eðlisfræðingur (f. 1820).
- 1987 - Ragnar H. Ragnar, íslenskur tónlistarkennari (f. 1898).
- 1991 - Peyo, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1928).
- 1993 - Sveinbjörn Beinteinsson, íslenskt skáld og allsherjargoði (f. 1924).
- 1997 - Tóshíro Mífúne, japanskur leikari (f. 1920).
- 2002 - Kjell Aukrust, norskur rithöfundur (f. 1920).
- 2008 - Harold Pinter, breskt leikskáld (f. 1930).
- 2011 - Johannes Heesters, hollenskur söngvari og leikari (f. 1903).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- Aðfangadagur jóla í Vesturkirkjunni.
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Kertasníkir til byggða þennan dag.