Álfabakki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Álfabakki er gata í Breiðholti í Reykjavík. Gatan liggur samhliða Reykjanesbraut. Mjódd er fyrirtækja- og þjónustukjarni sem markast af Álfabakka í vestri og Stekkjarbakka í austri. Við Álfabakka eru meðal annars þjónustumiðstöð Breiðholts og Bíóhöllin. Svæðið allt var skipulagt sem byggingasvæði árið 1974 en framkvæmdir hófust ekki að ráði fyrr en um 1980.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.