Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir (fædd 29. apríl 1981) er íslensk dagskrárgerðarkona í sjónvarpi, leikkona og fyrrum ungfrú Ísland.[1] Hún er fyrrum umsjónarmaður Kastljóss[2] og hefur komið að ýmsum verkefnum og þáttagerð hjá Ríkissjónvarpinu. Ragnhildur Steinunn er menntuð sem sjúkraþjálfari og hefur leikið í íslensku kvikmyndunum Kurteist fólk, Mamma Gógó, Algjör Sveppi og leitin að Villa, Reykjavik Whale Watching Massacre og Astrópía.[3]
Ragnhildur er gift Hauki Inga Guðnasyni og eiga þau 4 börn.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Ragnhildur Steinunn valin ungfrú Ísland Morgunblaðið
- ↑ Kastljós Geymt 2013-02-22 í Wayback Machine RÚV
- ↑ Ragnheiður Steinunn IMdB