Pólland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lýðveldið Pólland
Rzeczpospolita Polska
Fáni Póllands Skjaldarmerki Póllands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Mazurek Dąbrowskiego
Staðsetning Póllands
Höfuðborg Varsjá
Opinbert tungumál pólska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Andrzej Duda
Forsætisráðherra Mateusz Morawiecki
Stofnun
 - Kristnitakan 14. apríl 966 
 - Konungsríkið Pólland 1. maí 992 
 - Pólland-Litháen 1. júlí 1569 
 - Skiptingar Póllands 24. október 1795 
 - Hertogadæmið Varsjá 22. júlí 1807 
 - Sameining Póllands 11. nóvember 1918 
 - Innrásin í Pólland 1. september 1939 
 - Alþýðulýðveldið Pólland 8. apríl 1945 
 - Lýðveldið Pólland 13. september 1989 
Evrópusambandsaðild 2004
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
69. sæti
312.696 km²
1,48
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
38. sæti
38.268.000
123/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 - Samtals 1.363 millj. dala (19. sæti)
 - Á mann 35.957 dalir (39. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.880 (35. sæti)
Gjaldmiðill Pólskt slot (zł) (PLN)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .pl
Landsnúmer +48

Pólland (pólska: Polska), formlega Lýðveldið Pólland, er land í Mið-Evrópu. Það á landamæri að Þýskalandi í vestri, Tékklandi og Slóvakíu í suðri, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen í austri og Rússlandi (Kalíníngrad) í norðri.[1] Landið á strönd að Eystrasalti og renna þar árnar Odra og Visla í sjó. Pólland er landfræðilega fjölbreytt land sem nær að Súdetalandi og Karpatafjöllum í suðri. Pólland er 312.679 ferkílómetrar að flatarmáli og er níunda stærsta land Evrópu. Íbúar Póllands eru rúmlega 38 milljónir og það er sjötta fjölmennasta ríki Evrópusambandsins. Varsjá er höfuðborg landsins og stærsta borgin. Aðrar helstu borgir Póllands eru Kraká, Łódź, Wrocław, Poznań, Gdańsk og Szczecin.

Saga Póllands nær þúsundir ára aftur í tímann. Á síðfornöld settust ýmsir þjóðflokkar og ættbálkar að á Norður-Evrópusléttunni. Vestur-Pólanar lögðu hluta svæðisins undir sig og landið dregur nafn sitt af þeim. Stofnun ríkis í Póllandi má rekja til ársins 966 þegar Mieszko 1., fursti yfir landsvæði sem samsvarar nokkurn veginn núverandi ríki, tók kristni og snerist til rómversk-kaþólskrar trúar. Konungsríkið Pólland var stofnað árið 1025 og árið 1569 gekk það í konungssamband við Stórhertogadæmið Litháen með Lublinsamningnum. Pólsk-litháíska samveldið var eitt af stærstu og fjölmennustu ríkjum Evrópu á 16. og 17. öld með einstaklega frjálslynt stjórnkerfi sem tók upp fyrstu stjórnarskrá Evrópu.[2][3][4]

Pólska gullöldin leið undir lok við skiptingar Póllands af hálfu nágrannaríkja undir lok 18. aldar. Landið fékk aftur sjálfstæði þegar Annað pólska lýðveldið var stofnað eftir Versalasamningana 1918. Eftir röð átaka um yfirráðasvæði komst Pólland til áhrifa í evrópskum stjórnmálum á ný. Síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pólland og síðan innrás Sovétríkjanna í kjölfarið, samkvæmt Molotov-Ribbentrop-sáttmálanum milli ríkjanna. Um sex milljón Pólverjar, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, týndu lífinu í styrjöldinni.[5] Eftir stríðið varð Pólland hluti af Austurblokkinni og Pólska alþýðulýðveldið var stofnað. Landið var einn af stofnaðilum Varsjárbandalagsins í Kalda stríðinu. Árið 1989 hófust mótmæli gegn kommúnistastjórninni og verkföll verkalýðsfélaga Samstöðu. Stjórn Sameinaða pólska verkamannaflokksins féll og Póllandi var breytt úr flokksræði í forsetaþingræði.

Pólland er með þróað markaðshagkerfi[6] og telst til miðvelda. Hagkerfi Póllands er það sjötta stærsta í Evrópusambandinu að nafnvirði og það fimmta stærsta kaupmáttarjafnað.[7] Póllandi situr hátt á lista yfir lönd eftir lífsgæðum, og skorar hátt fyrir öryggi[8] og viðskiptafrelsi.[9][10] Háskólamenntun og heilbrigðisþjónusta eru opinber og gjaldfrjáls.[11][12] Pólland á aðild að Schengen-svæðinu, Evrópusambandinu, Evrópska efnahagssvæðinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Sameinuðu þjóðunum, Höfunum þremur, Visegrád-hópnum og NATO.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Forsögulegur tími[breyta | breyta frumkóða]

Elstu merki um mannabyggð (Homo erectus) á svæðinu eru um það bil 500.000 ára gömul, en ísaldir sem fylgdu í kjölfarið hafa gert varanlega byggð ómögulega.[13] Vísbendingar eru um að hópar neanderdalsmanna hafi hafst við í suðurhéruðum Póllands á Eem-hlýskeiðinu (128.000-115.000 f.o.t.) og næstu árþúsund.[14] Koma nútímamanna fór saman við lok síðustu ísaldar (10.000 f.Kr.) þegar Pólland varð byggilegt.[15] Minjar frá Nýsteinöld sýna umtalsverða þróun mannabyggða á svæðinu; elstu dæmi um ostagerð í Evrópu (5500 f.Kr.) fundust í Kujavíu,[16] og Bronicice-potturinn er grafinn með mynstri sem gæti verið elstu þekktu myndir af hjóli (3400 f.Kr.).[17]

Bronsöld hófst í Póllandi um 2400 f.Kr. en Járnöld hófst um 750 f.Kr.[18] Á þessum tíma varð Lúsatíumenningin, sem nær frá Bronsöld til Járnaldar, áberandi á svæðinu. Frægasti fornleifafundur frá forsögulegum tíma í Póllandi er víggirta byggðin í Biskupin (endurbyggð sem útisafn), sem er frá Lúsatíumenningunni á Síðbronsöld, um 748 f.Kr.[19]

Mörg aðskilin menningarsamfélög settust að á svæðinu á klassískri fornöld, sérstaklega Keltar, Skýþar, Germanar, Sarmatar, Slavar og Eystrasaltsbúar.[20] Fornleifarannsóknir hafa auk þess staðfest að rómverskar herdeildir hafi komið til svæðisins.[21] Þetta hafa líklega verið könnunarsveitir sendar til að verja flutninga rafs um Rafleiðina. Pólskir ættbálkar komu fram á Þjóðflutningatímabilinu um miðja 6. öld.[22] Þetta voru aðallega Vestur-Slavar og Lekítar að uppruna, en blönduðust öðrum hópum sem búið höfðu á svæðinu í þúsundir ára.[23] Elstu ættbálkasamfélögin gætu tengst Wielbark-menningunni og Przeworsk-menningunni.[24][25]

Sögulegur tími[breyta | breyta frumkóða]

Oft er talið að Pólland hafi orðið til þegar furstinn Mieszko 1. innleiddi kristna trú árið 966. Þá náði ríki hans nokkurn veginn yfir það svæði sem nú telst til Póllands. Pólland varð konungsríki árið 1025 og árið 1569 voru aldalöng tengsli við stórhertogadæmið Litháen innsigluð með undirritun Lublin-samkomulagsins og Pólsk-litháíska samveldið myndað.

Samveldið leystist upp árið 1795 og Póllandi var síðan skipt á milli Prússlands, Rússlands og Austurríkis. Pólland fékk sjálfstæði að nýju sem lýðveldi árið 1918. Í september árið 1939 hernámu Þjóðverjar og Sovétmenn landið, hvorir úr sinni átt, og leiddi það til heimsstyrjaldarinnar síðari. Yfir sex milljónir Pólverja féllu í stríðinu en eftir stríð lenti Pólland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldið Pólland var stofnað. Landamæri þess voru töluvert frábrugðin þeim sem giltu fyrir stríð. Lönd sem áður voru pólsk voru lögð undir Sovétríkin í austri en í staðinn fékk Pólland allstór landsvæði frá hinu fallna Þýskalandi.

Stjórn kommúnista var bolað frá árið 1989 og þriðja pólska lýðveldið stofnað. Í kjölfarið komst á markaðshagkerfi í stað sósíalískt skipulögðu hagkerfi. Tjáningarfrelsi, borgara- og pólitískt frelsi batnaði til muna. Lech Walesa, forsprakki lýðræðisumbóta, varð forseti 1990-1995.

Árið 1999 gekk Pólland í NATO, árið 2004 í Evrópusambandið og árið 2007 í Schengen.

Frá 2015 hefur íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti verið við völd í landinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vega að rétti kvenna, samkynhneigðra og dómskerfinu.

Árið 2022 komu um 3 milljónir flóttamanna til Póllands eftir Innrás Rússlands í Úkraínu.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Hæðakort af Póllandi.

Pólland er stórt land, og nær yfir um 312.696 ferkílómetra. 98,52% af þeim eru þurrlendi og 1,48% eru ár og vötn.[26] Landið er það 9. stærsta í Evrópu og í 69. sæti á heimsvísu. Pólland er landfræðilega fjölbreytt land með aðgang að sjó í norðri, fjöll í suðri og flatlenda sléttu í miðið.[27] Megnið af miðhlutanum er flöt slétta, en annars staðar eru mörg stöðuvötn, ár, hæðir, mýrar og skógar.[27]

Pólland á strönd við Eystrasalt í norðri, sem nær frá PommernflóaGdańsk-vík. Út frá ströndinni liggja margar eyrar, strandlón og sandöldur. [28] Ströndin er að mestu bein, en Szczecin-lón, Puck-flói og Vistula-lón ganga inn í hana.

Mið- og norðurhluti landsins eru á Norður-Evrópusléttunni. Ofan við hana eru hæðótt svæði mynduð úr jökulruðningum og jökullón sem mynduðust eftir síðustu ísöld, einkum í vatnasvæðinu í Pommern, vatnasvæðinu í Stóra-Póllandi, vatnasvæðinu í Kassúbíu og Masúríuvötnum.[29] Stærst þessara fjögurra vatnasvæða er Masúríuvatnasvæðið sem nær yfir megnið af norðausturhluta Póllands. Vatnasvæðin mynda röð jökulgarða meðfram suðurströnd Eystrasalts.[29]

Sunnan við Norður-Evrópusléttuna eru héruðin Lúsatía, Slésía og Masóvía, sem eru breiðir ísaldardalir.[30] Syðsti hluti Póllands er fjalllendur; hann nær frá Súdetafjöllum í vestri að Karpatafjöllum í austri. Hæsti hluti Karpatafjalla eru Tatrafjöll við suðurlandamæri Póllands.[31] Hæsti tindur Póllands er á fjallinu Rysy, 2.499 metrar.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Héruð[breyta | breyta frumkóða]

Við endurreisn Póllands eftir heimsstyrjöldina síðari var landinu skipt upp í 14 héruð (pl: województwo - þýðir upphaflega hertogadæmi). 1950 var þeim fjölgað í 17. Árið 1975 var stjórnkerfinu breytt og stjórnstigum fækkað um eitt. Héruðin urðu þá 49 talsins og hélst svo til næstu stjórnkerfisbreytingar árið 1999. Var héruðum þá aftur fækkað, að þessu sinni í 16:

Hérað Pólskt heiti Höfuðborg
Neðri-Slesía[32] Województwo dolnośląskie Wrocław
Kujavíska-Pommern Województwo kujawsko-pomorskie Bydgoszcz og Toruń
Lublin Województwo lubelskie Lublin
Lubusz Województwo lubuskie Gorzów Wielkopolski og Zielona Góra
Łódź Województwo łódzkie Łódź
Litla-Pólland[33] Województwo małopolskie Kraká (Kraków)
Masóvía[34] Województwo mazowieckie Varsjá (Warszawa)
Opole Województwo opolskie Opole
Neðri-Karpatía[34] Województwo podkarpackie Rzeszów
Podlasía Województwo podlaskie Białystok
Pommern Województwo pomorskie Gdańsk
Slesía[35] Województwo śląskie Katowice
Święty Krzyż Województwo świętokrzyskie Kielce
Ermland-Masúría[36] Województwo warmińsko-mazurskie Olsztyn
Stóra-Pólland Województwo wielkopolskie Poznań
Vestur-Pommern Województwo zachodniopomorskie Szczecin

Borgir og bæir[breyta | breyta frumkóða]

Bielsko-Biała, Białystok, Bydgoszcz, Częstochowa, Gdańsk, Gdynia, Gniezno, Goleniów, Karpacz, Katowice, Kielce, Kołobrzeg, Koszalin, Kraká, Lublin, Łowicz, Łódź, Malbork, Nowe Warpno, Olsztyn, Opole, Police, Poznań, Radom, Sopot, Stargard Szczeciński, Szczecin, Świnoujście, Toruń, Varsjá, Wolin, Wrocław, Zakopane

Menning[breyta | breyta frumkóða]

Kotlet schabowy með ýmsum salötum

Matargerð[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Pólsk matargerð

Pólsk matargerð hefur breyst í gegnum tíma vegna breytilegra aðstæðna í landinu. Hún er svipuð öðrum eldunarhefðum sem er að finna annars staðar í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu og jafnvel í Frakklandi og á Ítalíu. Áhersla er lögð á kjöt, sérstaklega svínakjöt, nautakjöt og kjúkling (mismunandi eftir svæðum), og vetrargrænmeti svo sem kál, ásamt kryddi. Ýmiss konar núðlur er líka að finna í mörgum réttum, meðal þeirra helstu eru kluski, auk kornplantna eins og kasza. Pólsk matargerð er almennt vegleg og mikið er notað af eggjum og rjóma. Hefðbundnu réttirnir krefjast mikils undirbúnings. Margir Pólverjar eyða miklum tíma í að undirbúa og borða hátíðarrétti sína, sérstaklega um jól og páska. Þá getur tekið nokkra daga til að búa til alla réttina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Poland“. 28. febrúar 2017.
 2. Norman Davies, Europe: A History, Pimlico 1997, p. 554: Poland-Lithuania was another country which experienced its 'Golden Age' during the sixteenth and early seventeenth centuries. The realm of the last Jagiellons was absolutely the largest state in Europe
 3. Piotr Stefan Wandycz (2001). The price of freedom: a history of East Central Europe from the Middle Ages to the present. Psychology Press. bls. 66. ISBN 978-0-415-25491-5. Sótt 13. ágúst 2011.
 4. Gehler, Michael; Steininger, Rolf (2005). Towards a European Constitution: A Historical and Political Comparison with the United States (enska). Böhlau Verlag Wien. bls. 13. ISBN 978-3-205-77359-7. Poland had actually managed to pass a first progressive constitution on 3, May 1795; this was Europes first written constitution.
 5. Tatjana Tönsmeyer; Peter Haslinger; Agnes Laba (2018). Coping with Hunger and Shortage under German Occupation in World War II. Springer. bls. 188. ISBN 978-3-319-77467-1.
 6. „Poland promoted to developed market status by FTSE Russell“. Emerging Europe. September 2018. Sótt 1. janúar 2021.
 7. „The World Factbook — Central Intelligence Agency“. www.cia.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2011. Sótt 12. apríl 2019.
 8. „Human Development Indicators – Poland“. Human Development Reports. United Nations Development Programme. 2020. Sótt 16. desember 2020.
 9. „World's Safest Countries Ranked — CitySafe“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2017. Sótt 14. apríl 2017.
 10. „Poland 25th worldwide in expat ranking“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. nóvember 2018. Sótt 14. apríl 2017.
 11. Administrator. „Social security in Poland“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 24. apríl 2017.
 12. „Healthcare in Poland – Europe-Cities“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2017. Sótt 24. apríl 2017.
 13. Fabisiak, Wojciech (2002). Dzieje powiatu wrocławskiego (pólska). Wrocław: Starostwo Powiatowe. bls. 9. ISBN 9788391398531.
 14. Chwalba, Andrzej (2002). Kalendarium dziejów Polski (Chronology of Polish History) (pólska). Kraków: Wydawnictwo Literackie. bls. 7. ISBN 9788308031360.
 15. Jurek, Krzysztof (2019). Poznać przeszłość 1. Karty pracy ucznia. Poziom podstawowy (pólska). Warszawa (Warsaw): Nowa Era. bls. 93. ISBN 9788326736537.
 16. Subbaraman, Nidhi (12. desember 2012). „Art of cheese-making is 7,500 years old“. Nature News. doi:10.1038/nature.2012.12020.
 17. Attema, P. A. J.; Los-Weijns, Ma; Pers, N. D. Maring-Van der (Desember 2006). „Bronocice, Flintbek, Uruk, Jebel Aruda and Arslantepe: The Earliest Evidence Of Wheeled Vehicles In Europe And The Near East“. Palaeohistoria. University of Groningen. 47/48: 10–28 (11).
 18. Gardawski, Aleksander; Rajewski, Zdzisław; Gąssowski, Jerzy (6. september 1957). „Archeologia i pradzieje Polski“ (pólska). Państwowe Zakł. Wydawn.
 19. Ring, Trudy; Watson, Noelle; Schellinger, Paul (28. október 2013). Northern Europe: International Dictionary of Historic Places (enska). Routledge. ISBN 9781136639449. Sótt 31. mars 2019.
 20. Davies, Norman (2001). Heart of Europe. The Past in Poland's Present (enska). Oxford: Oxford University Press. bls. 247. ISBN 9780192801265.
 21. Zdziebłowski, Szymon (27. apríl 2018). „Archeolog: mamy dowody na obecność rzymskich legionistów na terenie Polski“. Nauka w Polsce (pólska). Ministerstwo Edukacji i Nauki. Sótt 8. ágúst 2021.
 22. Maciej Kosiński; Magdalena Wieczorek-Szmal (2007). Z mroku dziejów. Kultura Łużycka (PDF) (pólska). Muzeum Częstochowskie. Rezerwat archeologiczny (Museum of Częstochowa). bls. 3–4. ISBN 978-83-60128-11-4. Sótt 9. janúar 2013. Możemy jedynie stwierdzić, że kultura łużycka nie tworzyła jednej zwartej całości. Jak się wydaje, jej skład etniczny był niejednorodny.
 23. Mielnik-Sikorska, Marta; og fleiri (2013), „The History of Slavs Inferred from Complete Mitochondrial Genome Sequences“, PLOS ONE, 8 (1): e54360, Bibcode:2013PLoSO...854360M, doi:10.1371/journal.pone.0054360, PMC 3544712, PMID 23342138
 24. Brather, Sebastian (2004). „The Archaeology of the Northwestern Slavs (Seventh To Ninth Centuries)“. East Central Europe. 31 (1): 78–81. doi:10.1163/187633004x00116.
 25. Trubačev, O. N. 1985. Linguistics and Ethnogenesis of the Slavs: The Ancient Slavs as Evidenced by Etymology and Onomastics. Journal of Indo-European Studies (JIES), 13: 203–256.
 26. „Powierzchnia i ludność w przekroju terytorialnym w 2018 roku“. stat.gov.pl.
 27. 27,0 27,1 „Cechy krajobrazów Polski – Notatki geografia“.
 28. https://1001miejsc.pl/odkryj-cuda-natury-w-polsce-9-najciekawszych/3/#:~:text=Mierzeja%20Helska,Kaszubi%2C%20silnie%20kultywuj%C4%85cy%20swoje%20tradycje.
 29. 29,0 29,1 „Podróż przez regiony geograficzne Polski“. regiony-projekt.gozych.edu.pl.
 30. „European Plain | plain, Europe“. Encyclopedia Britannica.
 31. „Najwyższe szczyty w Tatrach Polskich i Słowackich“. www.polskie-gory.pl.
 32. http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=490658
 33. http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/polland.htm
 34. 34,0 34,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2011. Sótt 25. október 2011.
 35. http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=2&action=search&sw=Sles%C3%ADa
 36. http://snara.is/s4.aspx?sw=ermland&dbid=Íslenska&action=search[óvirkur tengill]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu