Pólland
Lýðveldið Pólland | |
Rzeczpospolita Polska | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Mazurek Dąbrowskiego | |
![]() | |
Höfuðborg | Varsjá |
Opinbert tungumál | pólska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Forsætisráðherra |
Andrzej Duda Mateusz Morawiecki |
Stofnun — Lýðveldi | |
- Kristnitakan | 14. apríl 966 |
- Konungsríkið Pólland | 1. maí 992 |
- Pólland-Litháen | 1. júlí 1569 |
- Skiptingar Póllands | 24. október 1795 |
- Hertogadæmið Varsjá | 22. júlí 1807 |
- Sameining Póllands | 11. nóvember 1918 |
- Innrásin í Pólland | 1. september 1939 |
- Alþýðulýðveldið Pólland | 8. apríl 1945 |
- Lýðveldið Pólland | 13. september 1989 |
Evrópusambandsaðild | 2004 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
70. sæti 312.679 km² 3,07 |
Mannfjöldi - Samtals (30. júní 2014) - Þéttleiki byggðar |
34. sæti 38.483.957[1] 123/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2011 |
- Samtals | 771,658 millj. dala (20. sæti) |
- Á mann | 20.334 dalir (44. sæti) |
VÞL (2011) | ![]() |
Gjaldmiðill | Pólskt slot (zł) (PLN) |
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) |
Þjóðarlén | .pl |
Landsnúmer | 48 |
Pólland (pólska Polska), að fullu nafni Lýðveldið Pólland (pólska Rzeczpospolita Polska, kassúbíska Pòlskô Repùblika, silesíska Polsko Republika), er land í Evrópu. Það á landamæri að Þýskalandi í vestri, Tékklandi og Slóvakíu í suðri, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen í austri og Rússlandi í norðri. Landið á strönd að Eystrasalti og renna þar árnar Odra og Visla í sjó. Pólland er 312.679 ferkílómetrar að flatarmáli og er það níunda stærsta land Evrópu. Íbúar landsins eru rúmlega 38 milljónir og er það sjötta fjölmennasta ríki Evrópusambandsins.
Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]
Oft er talið að Pólland hafi orðið til þegar furstinn Mieszko 1. innleiddi kristna trú árið 966. Þá náði ríki hans nokkurn veginn yfir það svæði sem nú telst til Póllands. Pólland varð konungsríki árið 1025 og árið 1569 voru aldalöng tengsli við stórhertogadæmið Litháen innsigluð með undirritun Lublin-samkomulagsins og Pólsk-litháíska samveldið myndað.
Samveldið leystist upp árið 1795 og Póllandi var síðan skipt á milli Prússlands, Rússlands og Austurríkis. Pólland fékk sjálfstæði að nýju sem lýðveldi árið 1918. Í september árið 1939 hernámu Þjóðverjar og Sovétmenn landið, hvorir úr sinni átt, og leiddi það til heimsstyrjaldarinnar síðari. Yfir sex milljónir Pólverja féllu í stríðinu en eftir stríð lenti Pólland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldið Pólland var stofnað. Landamæri þess voru töluvert frábrugðin þeim sem giltu fyrir stríð. Lönd sem áður voru pólsk voru lögð undir Sovétríkin í austri en í staðinn fékk Pólland allstór landsvæði frá hinu fallna Þýskalandi.
Stjórn kommúnista var bolað frá árið 1989 og þriðja pólska lýðveldið stofnað. Pólland er nú meðlimur í Evrópusambandinu og NATO.
Héraðaskipting[breyta | breyta frumkóða]
- Aðalgrein: Héruð í Póllandi
Við endurreisn Póllands eftir heimsstyrjöldina síðari var landinu skipt upp í 14 héruð (pl: województwo - þýðir upphaflega hertogadæmi). 1950 var þeim fjölgað í 17. Árið 1975 var stjórnkerfinu breytt og stjórnstigum fækkað um eitt. Héruðin urðu þá 49 talsins og hélst svo til næstu stjórnkerfisbreytingar árið 1999. Var héruðum þá aftur fækkað, að þessu sinni í 16:
Hérað | Pólskt heiti | Höfuðborg |
---|---|---|
Neðri-Slesía[2] | Województwo dolnośląskie | Wrocław |
Kujavíska-Pommern | Województwo kujawsko-pomorskie | Bydgoszcz og Toruń |
Lublin | Województwo lubelskie | Lublin |
Lubusz | Województwo lubuskie | Gorzów Wielkopolski og Zielona Góra |
Łódź | Województwo łódzkie | Łódź |
Litla-Pólland[3] | Województwo małopolskie | Kraká (Kraków) |
Masóvía[4] | Województwo mazowieckie | Varsjá (Warszawa) |
Opole | Województwo opolskie | Opole |
Neðri-Karpatía[4] | Województwo podkarpackie | Rzeszów |
Podlasía | Województwo podlaskie | Białystok |
Pommern | Województwo pomorskie | Gdańsk |
Slesía[5] | Województwo śląskie | Katowice |
Święty Krzyż | Województwo świętokrzyskie | Kielce |
Ermland-Masúría[6] | Województwo warmińsko-mazurskie | Olsztyn |
Stóra-Pólland | Województwo wielkopolskie | Poznań |
Vestur-Pommern | Województwo zachodniopomorskie | Szczecin |
Borgir og bæir[breyta | breyta frumkóða]
Bielsko-Biała, Białystok, Bydgoszcz, Częstochowa, Gdańsk, Gdynia, Gniezno, Goleniów, Karpacz, Katowice, Kielce, Kołobrzeg, Koszalin, Kraká, Lublin, Łowicz, Łódź, Malbork, Nowe Warpno, Olsztyn, Opole, Police, Poznań, Radom, Sopot, Stargard Szczeciński, Szczecin, Świnoujście, Toruń, Varsjá, Wolin, Wrocław, Zakopane
Menning[breyta | breyta frumkóða]
Matargerð[breyta | breyta frumkóða]
- Aðalgrein: Pólsk matargerð
Pólsk matargerð hefur breyst í gegnum tíma vegna breytilegra aðstæðna í landinu. Hún er svipuð öðrum eldunarhefðum sem er að finna annars staðar í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu og jafnvel í Frakklandi og á Ítalíu. Áhersla er lögð á kjöt, sérstaklega svínakjöt, nautakjöt og kjúkling (mismunandi eftir svæðum), og vetrargrænmeti svo sem kál, ásamt kryddi. Ýmiss konar núðlur er líka að finna í mörgum réttum, meðal þeirra helstu eru kluski, auk kornplantna eins og kasza. Pólsk matargerð er almennt vegleg og mikið er notað af eggjum og rjóma. Hefðbundnu réttirnir krefjast mikils undirbúnings. Margir Pólverjar eyða miklum tíma í að undirbúa og borða hátíðarrétti sína, sérstaklega um jól og páska. Þá getur tekið nokkra daga til að búa til alla réttina.
Myndir[breyta | breyta frumkóða]
Kraká: Sukiennice
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Główny Urząd Statystyczny. Baza Demografia. Ludność Polski. Stan na 30.06.2014. [1].
- ↑ http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=490658
- ↑ http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/polland.htm
- ↑ 4,0 4,1 http://fararheill.is/afangastadir/evropa/polland
- ↑ http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=2&action=search&sw=Sles%C3%ADa
- ↑ http://snara.is/s4.aspx?sw=ermland&dbid=Íslenska&action=search[óvirkur hlekkur]