26. september
Jump to navigation
Jump to search
26. september er 269. dagur ársins (270. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 96 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1580 - Francis Drake lauk hnattsiglingu sinni þegar Gullna hindin kom til hafnar í Plymouth.
- 1915 - Við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík var afhjúpaður minnisvarði um Kristján 9. konung á afmælisdegi Kristjáns 10.. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi.
- 1939 - Við Raufarhöfn neyddist bresk Catalina-sjóflugvél til að lenda vegna þoku.
- 1942 - Ríkið lagði niður einkasölu sína á bifreiðum, sem það hafði haft í sjö ár.
- 1950 - Vegna mengunar í lofti var dimmt fram eftir degi á landinu og virtist sólin vera bláleit. Talið var að þetta stafaði frá eldgosi á Filippseyjum eða af skógareldum í Norður-Ameríku.
- 1959 - Í Reykjavík mældist metúrkoma á einum sólarhring, 49,2 millimetrar.
- 1960 - Á leið sinni vestur um haf kom Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, við á Keflavíkurflugvelli og ræddi við starfsbróður sinn, Ólaf Thors, um landhelgismálið.
- 1969 - Ellefta breiðskífa Bítlanna, Abbey Road, kom út í London.
- 1970 - Íslensk flugvél fórst á Mykinesi í Færeyjum. Þetta var Fokker Friendship farþegavél frá Flugfélagi Íslands og voru 30 farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Átta manns fórust, þar af einn Íslendingur.
- 2006 - Á bilinu 10-15 þúsund manns gengu mótmælagöngu niður Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta voru talin vera fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá 24. maí 1973.
- 2008 - Gengisvísitala íslensku krónunnar fór upp í 183,91 stig og hafði þá aldrei verið hærri. Krónan hafði aldrei verið lægri gagnvart evrunni (1/140,96) og ekki lægri gangvart bandaríkjadal síðan árið 2002 (1/96,80).
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1161 - Guðmundur góði Arason, Hólabiskup (d. 1237).
- 1849 - Ivan Pavlov, rússneskur vísindamadur (d. 1936).
- 1870 - Kristján 10. Danakonungur (d. 1947).
- 1888 - T. S. Eliot, bandarískt skáld (d. 1965).
- 1889 - Martin Heidegger, þýskur heimspekingur (d. 1976).
- 1897 - Páll 6. páfi (d. 1978).
- 1916 - Halldór Pétursson, íslenskur listamaður (d. 1977).
- 1918 - Ólafur Jóhann Sigurðsson, íslenskur rithöfundur (d. 1988).
- 1919 - Matilde Camus, spænskt skáld (d. 2012).
- 1932 - Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands.
- 1936 - Winnie Mandela, suður-afrísk stjórnmálakona (d. 2018).
- 1938 - Raoul Cauvin, belgískur myndasöguhöfundur.
- 1939 - Gunnar Karlsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 1948 - Olivia Newton-John, leik- og söngkona.
- 1960 - Uwe Bein, knattspyrnuleikari.
- 1962 - Ólafur Jóhann Ólafsson, íslenskur rithöfundur og viðskiptajöfur.
- 1962 - Gunnar Svavarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1965 - Petró Pórósjenkó, fyrrverandi forseti Ukraínú.
- 1976 - Michael Ballack, knattspyrnuleikari.
- 1980 - Kazuki Ganaha, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1981 - Serena Williams, bandarísk tennisleikkona.
- 1987 - Kim Yo-jong, norður-kóresk stjórnmálakona.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1928 - Gísli Guðmundsson, íslenskur gerlafræðingur og frumkvöðull (f. 1884).
- 1945 - Béla Bartók, ungverskt tónskáld (f. 1881).
- 1991 - Miles Davis, bandarískur tónlistarmaður (f. 1926).
- 2008 - Paul Newman, bandarískur leikari (f. 1925).
- 2010 - Gloria Stuart, bandarísk leikkona (f. 1910).
- 2019 - Jacques Chirac, forseti Frakklands (f. 1932).