François Mitterrand

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
François Mitterrand
Reagan Mitterrand 1984 (cropped 2).jpg
Forseti Frakklands
Í embætti
21. maí 1981 – 17. maí 1995
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. október 1916
Jarnac, Frakklandi
Látinn8. janúar 1996 (79 ára) París, Frakklandi
DánarorsökKrabbamein í blöðruhálskirtli
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
MakiDanielle Gouze
HáskóliParísarháskóli
Sciences Po
Undirskrift

François Mitterrand (26. október 1916 – 8. janúar 1996) var forseti Frakklands á árunum 1981 til 1995. Hann var fyrsti forseti fimmta lýðveldisins sem kom úr Sósíalistaflokknum og jafnframt sá forseti þess sem sat lengst við völd.

Á stríðsárunum var Mitterrand í fyrstu embættismaður hjá Vichy-stjórninni en gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna undir lok stríðsins. Á tíma fjórða franska lýðveldisins gegndi hann ellefu sinnum ráðherraembætti, þar á meðal embætti innanríkisráðherra, Evrópumálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Mitterrand var andsnúinn endurkomu Charles de Gaulle á pólitíska sviðið og bauð sig fram gegn honum í forsetakosningunum 1965 en náði ekki kjöri. Árið 1971 var Mitterrand kjörinn aðalritari hins nýstofnaða franska Sósíalistaflokks. Sem slíkur bauð hann sig aftur fram í forsetakosningum Frakka árið 1974 en tapaði fyrir Valéry Giscard d'Estaing.

Mitterrand bauð sig aftur fram gegn Giscard d’Estaing árið 1981 og náði loks kjöri með 51,76 % atkvæða. Hann varð tuttugasti og fyrsti forseti franska lýðveldisins og fjórði forseti fimmta lýðveldisins. Hann bauð franska Kommúnistaflokknum sæti í fyrstu ríkisstjórn sinni og hlaut talsverða gagnrýni fyrir. Kommúnistunum tókst ekki nýta samstarfið til að auka fylgi sitt og misstu þess í stað fylgi til Sósíalistaflokks Mitterrand sem varð í kjölfarið áhrifamesti stjórnmálaflokkur franska vinstrisins.

Sem forseti stóð Mitterrand fyrir afnámi dauðarefsingarinnar árið 1981, hernaðarafskiptum Frakka í Persaflóastríðinu 1991 og aðild Frakka að Maastrichtsáttmálanum 1992. Vegna taps Sósíalistaflokksins í þingkosningum neyddist Mitterrand tvisvar til þess að mynda stjórnarsamstarf við hægriflokka undir stjórn Jacques Chirac (1986 – 1988) og Édouard Balladur (1993 – 1995).

Mitterrand dó vegna krabbameins í blöðruhálskirtli árið 1996, aðeins tæpum átta mánuðum eftir að hann steig úr embætti.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari
Valéry Giscard d'Estaing
Forseti Frakklands
1981 — 1995
Eftirmaður
Jacques Chirac