Ísraelsher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ísraelskir hermenn á Gólanhæðum árið 2012.

Ísraelsher (hebreska: צְבָא הַהֲגָנָה לְיִשְׂרָאֵל, bókstl. „varnarher Ísraels“) er her Ísraels og skiptist í landher, flugher og flota. Yfirmaður heraflans heyrir undir varnarmálaráðherra Ísraels.

Herinn var upphaflega stofnaður af David Ben-Gurion árið 1948. Kjarninn í honum kom úr vopnuðum uppreisnarhópum gyðinga í Palestínu: Haganah, Irgun og Lehi. Frá stofnun hefur herinn tekið þátt í fjölda styrjalda og býr því yfir einu reyndasta herliði heims. Upphaflega átti Ísraelsher í samstarfi við Frakka um kaup á hergögnum og þjálfun en frá Sex daga stríðinu 1967 hafa Bandaríkin átt í víðtæku hernaðarsamstarfi við Ísrael.

Herskylda er almenn í Ísrael frá 18 ára aldri. Karlmenn eru þrjú ár í hernum en konur tvö ár.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.