Fara í innihald

Giovanni Spadolini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giovanni Spadolini

Giovanni Spadolini (21. júní 19254. ágúst 1994) var ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Ítalíu í tveimur ríkisstjórnum, sá fyrsti sem ekki var í Kristilega demókrataflokknum, en hann sat fyrir Lýðveldisflokk Ítalíu.

Hann varð blaðamaður hjá dagblaðinu Il Mondo á eftirstríðsárunum og kenndi samtímis við háskólann í Flórens, heimabæ sínum.

Eftir að hann fór úr Róttæka flokknum yfir í Lýðveldisflokkinn, varð hann ritstjóri dagblaðsins Il Resto del Carlino í Bologna frá 1955 til 1968 og Corriere della Sera frá 1968 til 1972. 1974 varð hann svo öldungadeildarþingmaður fyrir Lýðveldisflokkinn og sama ár varð hann fyrsti ráðherra menningararfs og umhverfis (Beni culturali e ambientali) í ríkisstjórn Aldo Moros, sem heyrði undir menntamálaráðherra.

1981 samþykktu Kristilegir demókratar að hann yrði forsætisráðherra, sá fyrsti sem ekki var demókrati, eftir að hneykslið kringum frímúrarastúkuna P2 hafði neytt Arnaldo Forlani til að segja af sér. Í kosningunum 1983 náði flokkur hans í fyrsta skipti yfir 5% fylgi. Hann varð síðan varnarmálaráðherra í tveimur ríkisstjórnum Bettino Craxi.


Fyrirrennari:
Arnaldo Forlani
Forsætisráðherra Ítalíu
(1981 – 1982)
Eftirmaður:
Amintore Fanfani