2022
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2022 (MMXXII í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem byrjar á laugardegi.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Janúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar - RCEP-samningurinn, stærsti fríverslunarsamningur heims, tók gildi í Ástralíu, Brúnei, Japan, Kambódíu, Kína, Laos, Nýja-Sjálandi, Singapúr, Taílandi og Víetnam.
- 2. janúar
- Abdalla Hamdok sagði af sér sem forsætisráðherra Súdans.
- Yfir 40 mótmælendur í Kasakstan létu lífið í kjölfar mótmæla gegn hækkandi eldsneytisverði og ríkisstjórn landsins.
- 4. janúar - Öll fimm fastaríkin í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um að enginn yrði sigurvegari í kjarnorkustríði og slíkt stríð skyldi aldrei háð.
- 5. janúar - Neyðarástandi var lýst yfir í Kasakstan vegna mótmælanna. Ríkisstjórn Askar Mamin sagði af sér og fyrrum forsetinn Nursultan Nazarbayev var færður úr embætti formanns Öryggisráðs Kasakstans.
- 6. janúar - Sameiginlega öryggissáttmálastofnunin sendi friðargæslulið til Kasakstans að beiðni forsetans, Qasym-Zjomart Toqajev.
- 7. janúar - Kórónaveirufaraldurinn 2019-: Fjöldi smita náði yfir 300 milljónum á heimsvísu.
- 10. janúar - Læknum við Maryland-háskóla tókst í fyrsta sinn að græða erfðabreytt svínshjarta í mann. Sjúklingurinn lifði í tvo mánuði eftir það.
- 14. janúar - Margrét Þórhildur Danadrottning fagnaði 50 ára krýningarafmæli sínu.
- 15. janúar – Kraftmikið eldgos varð í neðansjávareldstöðinni Hunga Tonga–Hunga Haʻapai í Tonga-eyjaklasanum. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út allt til Bandaríkjanna.
- 16. janúar - Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic var rekinn frá Ástralíu vegna þess að hann var óbólusettur við COVID-19-veirunni og gat því ekki tekið þátt í Opna ástralska meistaramótinu.
- 23. janúar
- Roch Marc Christian Kaboré, forseta Búrkína Fasó, var steypt af stóli í valdaráni hersins.
- Yfir 100 létust á Madagaskar, Malaví og Mósambík þegar hitabeltisstormurinn Ana gekk þar yfir.
- 28. janúar - Kórónaveirufaraldurinn 2019-: Fjöldi bólusettra náði 10 milljörðum á heimsvísu.
- 30. janúar - Sósíalistaflokkurinn í Portúgal undir forystu António Costa vann óvænt meirihluta þingsæta í þingkosningum.
Febrúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. febrúar - Öllum takmörkunum vegna COVID-19-faraldursins í Danmörku var aflétt.
- 3. febrúar – Flugslysið á Þingvallavatni 2022: Lítil Cessna-flugvél með fjórum innanborðs fórst á Þingvallavatni.
- 4. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Beijing í Kína.
- 5. febrúar - Fellibylurinn Batsirai olli dauða 123 manna á Madagaskar.
- 15. febrúar – Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada virkjaði neyðarlög til að binda enda á mótmæli vörubílstjóra og fleiri gegn bólusetningaskyldu og sóttvarnareglum.
- 18. febrúar - Hin árlega öryggisráðstefna í München var haldin, en Rússland sniðgekk hana.
- 20. febrúar – Vetrarólympíuleikunum í Beijing lauk.
- 22. febrúar – Stríð Rússlands og Úkraínu: Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Donetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu og sendi rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að sinna „friðargæslu“.
- 24. febrúar – Rússar hófu innrás í Úkraínu.
- 25. febrúar - Öllum takmörkunum vegna COVID-19-faraldursins á Íslandi var aflétt innanlands þrátt fyrir mikinn fjölda daglegra smita.
- 26. febrúar - Evrópusambandið, Bandaríkin og bandamenn þeirra sammæltust um að útiloka Rússland frá SWIFT-millifærslukerfinu sem hratt af stað fjármálakreppu í Rússlandi.
- 27. febrúar - Evrópuríki bönnuðu alla umferð flugvéla frá Rússlandi í lofthelgi sinni.
- 28. febrúar - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar ályktaði að yfirstandandi loftslagsbreytingar væru á mörkum þess að verða óafturkræfar.
Mars[breyta | breyta frumkóða]
- 1. mars - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun þar sem þess var krafist að Rússar drægju herlið sitt tafarlaust frá Úkraínu.
- 2. mars - Rússar hertóku úkraínsku borgina Kherson við strönd Svartahafs.
- 3. mars
- Þjóðarleiðtogar víða um heim fordæmdu árás rússneskra hersveita á kjarnorkuverið í Zaporizhzhia.
- Vahagn Khachaturyan var kjörinn forseti Armeníu.
- 4. mars
- Vetrarólympíuleikar fatlaðra 2022 voru settir í Kína.
- 63 létust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjíamosku í Peshawar í Pakistan.
- Rússnesk stjórnvöld lokuðu fyrir aðgang landsmanna að Facebook og Twitter.
- 5. mars - Flakið af könnunarskipinu Endurance sem sökk árið 1915 fannst við Suðurskautslandið.
- 7. mars - Fjöldi andláta vegna COVID-19-faraldursins náði 6 milljónum á heimsvísu.
- 8. mars - Bandaríkin og Bretland tilkynntu viðskiptabann á rússneska olíu og Evrópusambandið samþykkti að draga úr notkun gass frá Rússlandi um tvo þriðju.
- 9. mars – Yoon Suk-yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
- 10. mars - Katalin Novák var kjörin forseti Ungverjalands.
- 12. mars
- Serdar Berdimuhamedow, sonur fyrrum forseta, var kjörinn forseti Túrkmenistans.
- 81 aftaka var framkvæmd í Sádi-Arabíu á einum degi.
- 16. mars
- Loftárás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu olli dauða 600 almennra borgara sem höfðu leitað þar skjóls.
- Rússland var rekið úr Evrópuráðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu.
- 21. mars - China Eastern Airlines flug 5735 hrapaði í Guangxi með þeim afleiðingum að 133 fórust.
- 22. mars - Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Aleksej Navalníj var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir svik og vanvirðingu við dómstóla.
- 24. mars
- NATO tilkynnti að fjögur ný orrustufylki með 40.000 hermönnum yrðu staðsett í Búlgaríu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu.
- Stríðið í Tigray: Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti ótímabundið vopnahlé.
- 27. mars
- Sókn M23-hreyfingarinnar hófst í Norður-Kivu í Kongó.
- Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.
Apríl[breyta | breyta frumkóða]
- 2. apríl - Tveggja mánaða vopnahlé hófst í borgastyrjöldinni í Jemen.
- 3. apríl - Þingkosningar voru haldnar í Ungverjalandi. Viktor Orbán vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra.
- 7. apríl - Tilnefning Ketanji Brown Jackson til Hæstaréttar Bandaríkjanna var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings.
- 9. apríl - Þing Pakistans samþykkti vantraust á forsætisráðherra landsins, Imran Khan.
- 20. apríl - José Ramos-Horta var kjörinn forseti Austur-Tímor.
- 24. apríl - Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands.
- 25. apríl - Stjórn Twitter samþykkti 44 milljarða dala tilboð Elon Musk í fyrirtækið.
- 28. apríl - Forsætisráðherra Bresku Jómfrúaeyja, Andrew Fahie, var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.
Maí[breyta | breyta frumkóða]
- 9. maí – Bongbong Marcos, sonur einræðisherrans Ferdinands Marcos, var kjörinn forseti Filippseyja.
- 11. maí – Palestínska blaðakonan Shireen Abu Akleh var skotin til bana þar sem hún flutti fréttir af aðgerðum Ísraelshers í Jenin á Vesturbakkanum.
- 14. maí
- Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 var haldin í Tórínó á Ítalíu.
- Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022 voru haldnar.
Júní[breyta | breyta frumkóða]
- 2. júní – 5. júní: Bretar héldu upp á 70 ára krýningarafmæli Elísabetar 2. drottningar.
- 11. júní – Jeanine Áñez, fyrrum forseti Bólivíu, var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að meintu valdaráni árið 2019.
- 17. júní – Golden State Warriors unnu sinn 4. NBA-titil á sjö árum. Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitum.
- 19. júní – Gustavo Petro var kjörinn forseti Kólumbíu.
- 23. júní – Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan.
- 24. júní – Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu úr máli Roe gegn Wade frá 1973 og dæmdi að bandarískar konur ættu ekki stjórnarskrárbundinn rétt til þungunarrofs.
Júlí[breyta | breyta frumkóða]
- 3. júlí – Byssumaður skaut þrjá til bana í Fields-verslunarmiðstöðinni í Amager í Kaupmannahöfn. Fimm særðust alvarlega.
- 7. júlí – Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi.
- 8. júlí – Shinzō Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana á útifundi í borginni Nara.
Ágúst[breyta | breyta frumkóða]
September[breyta | breyta frumkóða]
- 6. september – Liz Truss tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 8. september – Elísabet 2. Bretadrottning lést eftir rúm sjötíu ár á valdastól og Karl prins tók við bresku krúnunni undir nafninu Karl 3. Bretakonungur.
- 16. september – Mótmæli hófust í Íran eftir að kona að nafni Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar, sem hafði handtekið hana fyrir að hylja hár sitt ekki nægilega vel með hijab-slæðu.
- 21. september – Vladímír Pútín tilkynnti herútkall meðal Rússa vegna stríðsins í Úkraínu.
- 30. september – Vladímír Pútín tilkynnti innlimun Rússa á hernumdu úkraínsku héruðunum Kherson, Zaporízjzja, Donetsk og Lúhansk.
Október[breyta | breyta frumkóða]
- 20. október – Liz Truss sagði af sér sem forsætisráðherra Bretlands.
- 24. október – Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 30. október – Seinni umferð forsetakosninga fór fram í Brasilíu. Luiz Inácio Lula da Silva vann nauman sigur á sitjandi forsetanum Jair Bolsonaro.
Nóvember[breyta | breyta frumkóða]
- 2. nóvember – Ríkisstjórn Eþíópíu samdi um vopnahlé við uppreisnarmenn í stríðinu í Tígraí.
- 6. nóvember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2022 hófst í Sharm El Sheikh í Egyptalandi.
- 8. nóvember – Þingkosningar voru haldnar í Bandaríkjunum. Demókrataflokkurinn hélt naumum meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings en Repúblikanaflokkurinn vann nauman meirihluta á fulltrúadeildinni.
- 11. nóvember – Innrás Rússa í Úkraínu: Úkraínskar hersveitir endurheimtu borgina Kherson í suðurhluta landsins.
- 20. nóvember – HM í knattspyrnu karla hófst í Katar.
- 27. nóvember – Gos hófst í Mauna Loa á Havaí.
Desember[breyta | breyta frumkóða]
- 8. desember – Pedro Castillo, forseti Perú, var leystur úr embætti af þingi landsins og handtekinn eftir misheppnaða tilraun til að leysa upp þingið. Dina Boluarte tók við sem forseti.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 6. janúar – Sidney Poitier, bahamísk-bandarískur leikari (f. 1927).
- 9. janúar – Bob Saget, bandarískur leikari (f. 1956).
- 11. janúar - Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1940)
- 16. janúar – Ibrahim Boubacar Keïta, fyrrum forseti Malí (f. 1945).
- 20. janúar – Meat Loaf, tónlistarmaður og leikari (f. 1947).
- 22. febrúar - Mark Lanegan, bandarískur tónlistarmaður (f. 1964)
- 5. mars – Adda Bára Sigfúsdóttir, íslenskur veðurfræðingur og stjórnmálakona (f. 1926).
- 23. mars – Guðrún Helgadóttir, íslenskur rithöfundur og stjórnmálakona (f. 1935).
- 23. mars – Madeleine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1937).
- 25. mars – Taylor Hawkins, bandarískur tónlistarmaður (f. 1972).
- 5. apríl – Bjarni Tryggvason, kanadískur geimfari (f. 1945).
- 6. apríl – Vladímír Zhírínovskíj, rússneskur stjórnmálamaður (f. 1946).
- 12. apríl – Gilbert Gottfried, bandarískur gamanleikari (f. 1955).
- 22. apríl - Leifur Hauksson, íslenskur útvarpsmaður (f. 1951).
- 10. maí – Leoníd Kravtsjúk, fyrsti forseti Úkraínu (f. 1934).
- 11. maí – Shireen Abu Akleh, palestínsk blaðakona (f. 1971).
- 18. júní – Uffe Ellemann-Jensen, danskur stjórnmálamaður (f. 1941).
- 1. júlí – Árni Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1940).
- 1. júlí – Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1940).
- 6. júlí – James Caan, bandarískur leikari (f. 1940).
- 8. júlí – Shinzō Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans (f. 1954).
- 25. júlí – David Trimble, norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1944).
- 8. ágúst – Olivia Newton-John, áströlsk söng- og leikkona (f. 1948).
- 8. ágúst – Eiríkur Guðmundsson, íslenskur útvarpsmaður og rithöfundur (f. 1969).
- 12. ágúst – Þuríður Pálsdóttir, íslensk óperusöngkona (f. 1927).
- 17. ágúst – Ingvar Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1926).
- 30. ágúst – Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna (f. 1931).
- 8. september – Elísabet 2. Bretadrottning (f. 1926).
- 13. september - Jean-Luc Godard, franskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1930).
- 17. september - Hrafn Jökulsson, íslenskur rithöfundur (f. 1965).
- 28. október – Jerry Lee Lewis, bandarískur rokksöngvari (f. 1935).
- 30. nóvember – Jiang Zemin, fyrrum forseti Kína (f. 1926).
- 29. desember - Pelé, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1940).
- 29. desember - Vivienne Westwood, enskur fatahönnuður (f. 1941).
- 31. desember - Benedikt 16. páfi (f. 1927)
Nóbelsverðlaunin[breyta | breyta frumkóða]
- Bókmenntir: Annie Ernaux
- Efnafræði: Carolyn R. Bertozzi, Morten Meldal og K. Barry Sharpless
- Eðlisfræði: Alain Aspect, John Clauser og Anton Zeilinger
- Friðarverðlaun: Ales Bjaljatskí, Memorial og Miðstöð borgaralegs frelsis
- Hagfræði: Ben Bernanke, Douglas Diamond og Philip Dybvig
- Lífeðlis- og læknisfræði: Svante Pääbo