Jorge Sampaio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jorge Sampaio

Jorge Fernando Branco de Sampaio (18. september 1939 – 10. september 2021[1]) var fyrrverandi forseti Portúgals, kjörinn öðru sinni þann 14. janúar 2001.

Sampaio fæddist í Lissabon þann 18. september 1939 og er af gyðingaættum. Á meðan Sampaio var ungur bjó hann bæði í Bandaríkjunum og Englandi vegna starfa föður síns, sem var læknir. Sampaio hóf stjórnmálaferil sinn í lagaskóla Lissabon. Hann átti þátt í andófi gegn fasistastjórn landsins og var forseti stúdentasamtaka Lissabon milli 1960 og 1961.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fyrrverandi forseti Portúgals látinn“. mbl.is. 10. september 2021. Sótt 14. september 2021.


Fyrirrennari:
Mário Soares
Forseti Portúgals
(9. mars 19969. mars 2006)
Eftirmaður:
Aníbal Cavaco Silva